Sósíalistaflokkurinn eykur við fylgi sitt

Prósent mælir fylgi stjórnmálaflokka vikulega þar til Alþingiskosningar munu fara fram þann 30. nóvember næstkomandi. Í nýjustu könnun okkar sem framkvæmd var dagana 1. til 7. nóvember 2024 var spurt:

  • Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag?

Af þeim sem tóku afstöðu þá myndu 21,6% kjósa Samfylkinguna, 17,1% Viðreisn, 15,1% Miðflokkinn, 12,3% Sjálfstæðisflokkinn, 11,5% Flokk fólksins, 6,7% Sósíalistaflokkinn, 5,8% Framsóknarflokkinn, 5,7% Pírata,  2,6% Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, 1,4% Lýðræðisflokkinn, og 0,2% Ábyrga framtíð.

fylgi flokka 08.11.24

Mynd 1Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er ekki marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar sem eru með mesta og næstmesta fylgið.  Samfylkingin er marktækt stærri en Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sem eru með 3. og 4. mesta fylgið. 

Vikmörk – 95% Öryggisbil
Samfylkingin: 19,2-24,2%
Viðreisn: 14,9-19,5%
Miðflokkurinn: 13,0-17,4%
Sjálfstæðisflokkurinn: 10,4-14,4%
Flokkur fólksins: 9,6-13,6%
Sósíalistaflokkurinn: 5,3-8,4%
Framsóknarflokkurinn: 4,5-7,4%
Píratar: 4,4-7,3%
Vinstri græn: 1,7-3,7%
Lýðræðisflokkurinn: 0,7-2,3%
Ábyrg framtíð: 0,1-0,7%

Mynd 2. Vikmörk fyrir fylgi flokka miðað við 95% öryggisbil.

Þegar skoðuð er þróun á fylgi síðustu vikna kemur í ljós að fylgi Sósíalistaflokksins hækkar marktækt frá 25.-31. október og 1.-7. nóvember.

þróun 08.11.24

Mynd 3Þróun á fylgi flokka á milli vikna.

Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 1 til 7. nóvember 2024
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2400 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 50%

Um könnunarhóp Prósents

Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.