Íslenska ánægjuvogin

Því ánægðari sem viðskiptavinir fyrirtækisins eru, þeim mun betri afkomu getur fyrirtækið gert sér vonir um. Íslenska ánægjuvogin er frábær mælikvarði á ánægju, tryggð, væntingar og ímynd samanborið við þína samkeppnisaðila og hefur skapað sér sess í almennri stefnumótun fyrirtækja. 

islenska anaegjuvogin

Samræmdar mælingar á ánægju

Íslenska ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina og frammistöðu fyrirtækja á milli ára í samanburði við helstu samkeppnisaðila og hefur verið mæld á Íslandi síðan 1998.

Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og er framkvæmd í höndum Prósent. Prósent mælir ánægju almennings regulega yfir árið og byggja niðurstöður á um 200-1.000 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis. Úrslit og niðurstöður mælinga fyrra árs er kunngjörð árlega, fljótlega eftir áramót.  

Að vinna Íslensku ánægjuvogina er eftirsóknavert fyrir fyrirtæki og er mikill heiður er að vera í fyrsta sæti á sínum markaði. Þau fyrirtæki sem vinna sinn flokk fá að nota merki Íslensku ánægjuvogarinnar á sínu markaðsefni sem og njóta heiðursins. 

Íslenska ánægjuvogin
sjálf samanstendur af þremur spurningum:

  • Á heildina litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með reynslu þína af fyrirtækinu?
  • Hugleiddu allar væntingar þínar til fyrirtækisins annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir fyrirtækið væntingar þínar?
  • Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna fyrirtæki. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtækið]?

Í heildarskýrslunni eru síðan niðurstöður 8 spurninga til viðbótar eftir bakgrunnsbreytum, þróun á milli ára og fleira.

Samanburður við önnur fyrirtæki á Íslandi

Þróun á milli ára

Upplýsingar um hvaða þættir hafa áhrif á ánægju

Opin svör fyrir þitt fyrirtæki og önnur fyrirtæki á markaðnum

Afhverju ætti fyrirtækið að kaupa skýrsluna?

  • Fá ítarlegar niðurstöður á 11 spurningum eftir bakgrunnsbreytum (kyn, aldur, búsetu og tekjur). 
  • Komast að því hvaða þættir hafa áhrif á ánægju viðskiptavina (eins og vægi verðs, þjónustu og ímyndar) og hvaða þætti fyrirtækið þarf að leggja áherslu á.
  • Sjá hvar fyrirtækið stendur í samanburði við samkeppnisaðila.
  • Sjá hvaða hópar eru ánægðir eða óánægðir (eftir kyni, búsetu, aldri o.fl.)
  • Sjá NPS og opin svör fyrir þitt fyrirtæki, og önnur fyrirtæki á markaðinum.
  • Sjá hlutfall þeirra sem kvarta og ánægju með úrlausn. 

Niðurstöður hvers fyrirtækis byggjast á um 200-1.000 svörum en mælt er nokkrum sinnum yfir árið.

Við kaup á skýrslu fylgir með kynning eða fundur um túlkun niðurstaða með ráðgjafa frá Prósent. 

Á heimasíðu Stjórnvísi má finna niðurstöður um sigurvegara hvers ár sl 25 ár.

Hvert prósent skiptir máli

Þegar kemur að ánægju viðskiptavina og tryggð þá skiptir hvert prósent máli í nútíma samkeppnisumhverfi.

Íslenska ánægjuvogin 2024

Stoltir sigurvegarar ánægjuvogarinnar

Að vinna Íslensku ánægjuvogina er eftirsóknarvert og frábær fjöður í hattinn.  Hjá fjölda fyrirtækja er hún mælikvarði fyrir afrakstur mikillar vinnu þar sem starfsmenn leggjast á eitt við að eiga ánægðustu viðskipavinina.

Ánægjuvogin í kynningarefni

Hér getur að líta sýnishorn af því hvernig siguvegarar nýta sér heiðurinn sem hlýst af því að vinna íslensku ánægjuvogina í sínu kynningarefni.

vinningshafar 2023

Meðmæli

Prósent hefur séð um framkvæmd Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir Stjórnvísi síðastliðin ár. Samstarfið hefur verið einstaklega gott og fagmannlegt og hefur verið ánægjulegt að sjá hvernig Ánægjuvogin hefur stækkað í gegnum árin og hversu mikilvægur mælikvarði hún er orðin í íslensku atvinnulífi.
gunnhildur
Gunnhildur Arnardóttir
Stjórnvísi

Viltu vita meira?

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt frekari upplýsingar um þjónustuna okkar.

Eins ef þú vilt fá tilboð í rannsókn sem gæti hentað þínu fyrirtæki.

Fáðu frekari upplýsingar