Um Prósent

Prósent er þekkingarfyrirtæki sem býður upp á alhliða þjónustu á sviði markaðsrannsókna. 

Við lofum fagmennsku, persónulegum samskiptum og vilja til að ná árangri. 

Við höfum yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á sviði markaðsmála. Við bjóðum upp á framkvæmd megindlegra (quantitative) og eigindlegra (qualitative) rannsókna eftir því hvað hentar best hverju sinni. Vöruframboð okkar samanstendur af stöðluðum og sérhönnuðum lausnum sem byggja á viðurkenndum rannsóknaraðferðum.

  • Viðhorf þjóðar og stjórnenda (spurningavagn)
  • Vörumerkjarannsóknir
  • Þjónusturannsóknir
  • Rýnihópar
  • Vinnustaðagreiningar

Hlutverk okkar er að hjálpa þér að ná auknum árangri með því að taka betri ákvarðanir byggðar á mælingum og viðhorfi viðskiptavina og/eða starfsfólksins.

Trúnaður og nafnleynd
Prósent starfar eftir ströngum siðareglum ESOMAR sem settar eru af alþjóðasamtökum markaðsrannsóknarfyrirtækja og er sérstaklega unnið eftir lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Prósent lætur aldrei af hendi persónugreinanlegar upplýsingar þátttakenda.

Hvert prósent skiptir máli!

Við erum sanngjörn og góðir ráðgjafar

(Skv. niðurstöðum rýnihópa og því ekki hægt að alhæfa yfir á viðhorf þjóðarinnar).

Við höfum setið hinum megin við borðið

(Í fyrri störfum okkar leituðum við til rannsóknafyrirtækja og skiljum þarfir þínar).

Við veitum framúrskarandi persónulega þjónustu

(Skv. þjónustukönnun okkar viðskiptavina).

Við erum framúrskarandi í að koma auga á ónýtt tækifæri

(Skv. þjónustukönnun okkar viðskiptavina).

Við höfum akademíska og praktíska reynslu

(Skoðaðu bakgrunn starfsfólks hér fyrir neðan).

Við erum bara frekar næs og venjuleg

(Viðhorf okkar sjálfra og því ekki hægt að alhæfa).

Prósenturnar eru

Teymið okkar hjá Prósent samanstendur af reynslumiklu fólki með fjölbreytta hæfni og þekkingu á markaðsmálum, þjónustuupplifun, aðferðafræði og framsetningu gagna.

trausti employee1

Trausti Heiðar Haraldsson

Framkvæmdastjóri

Trausti hefur unnið fyrir stærstu fyrirtæki landsins og hefur góða reynslu og þekkingu í rannsóknum, stefnumótun, markaðs-, sölu- og þjónustustjórnun. Áður starfaði hann sem ráðgjafi hjá Capacent og þar áður sem verkefnastjóri yfir stefnu Íslandsbanka. Trausti er með BSc-gráðu í viðskiptafræði og MSc-gráðu í markaðsstjórnun. Fyrir utan vinnutíma er fjölskyldan númer eitt auk þess sem Trausti er lunkinn lagasmiður.

trausti@prosent.is
859 9130

edda employee

Edda Sólveig Gísladóttir

Verkefnastjóri

Edda er með áratugalanga reynslu sem ráðgjafi  í stefnumótun, vörumerkjauppbyggingu og markaðsmálum í gegnum fyrirtæki sitt Kapal og þar á undan sem markaðsstjóri Bláa Lónsins. Edda er með MSc í International Marketing frá University of Strathclyde og BSc í rekstrarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Edda hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini og vinnur að auki sem hóptímaþjálfari í Hreyfingu.

edda@prosent.is

bryndis employee

Bryndís Marteinsdóttir

Sérfræðingur í greiningum

Bryndís er með MSc í markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík en hún lauk einnig BSc gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla árið 2014, ásamt BA gráðu í íslensku frá Háskóla Íslands árið 2005. Bryndís hefur margra ára reynslu af sölu- og þjónustustörfum og hóf starfsferilinn sem verslunarstjóri. Bryndís hefur brennandi áhuga á rannsóknum og markaðsfræði og elskar að ferðast með fjölskyldunni um landið sem og að fara á tónleika. 

bryndis@prosent.is

katrin employee

Katrín Þyri Magnúsdóttir

Sérfræðingur í greiningum

Katrín er viðskiptafræðingur að mennt og hefur lokið MSc-námi í stjórnun og vinnusálfræði frá BI Norwegian Business School. Hún hefur víðtæka reynslu af sölu- og þjónustustörfum og hefur starfað og stundað nám í alþjóðlegu umhverfi. Hún hefur mikinn áhuga á rannsóknarvinnu og þá sérstaklega á sviði vinnustaða- og neytendahegðunar. Katrín er fagurkeri sem elskar að lifa og njóta og hún elskar líka rafskútur.  Katrín er í fæðingarorlofi 2022.

katrin@prosent.is

iris small bla hringur b

Íris Aníta Eyþórsdóttir

Sérfræðingur í greiningum

Íris Aníta lauk meistaranámi í Félagssálfræði við Háskóla Íslands árið 2023 og er með BSc í sálfræði frá sama skóla. Hún hefur mikinn áhuga á rannsóknum á líðan og viðhorfum fólks og lagði mikla áherslu á að fá reynslu á sviði gagnagreiningar meðan á námi hennar stóð. Í gegnum tíðina hefur Íris unnið við ýmis konar störf, einkum innan sölu- og þjónustugeirans. Í frítíma sínum elskar Íris að fara í fjallgöngur og reyna við meðalerfiðar sudoku þrautir.   

iris@prosent.is

rebekka valberg hringur vefur

Rebekka Aldís Kristinsdóttir Valberg

Sérfræðingur í greiningum

Rebekka er með MPH gráðu í lýðheilsuvísindum og BSc í sálfræði frá Háskóla Íslands. Samhliða náminu sinnti hún fjölbreyttum störfum, meðal annars af þjónustustörfum, störfum í íbúðakjarna og á geðdeild Landspítalans. Hún hefur mikinn áhuga á rannsóknarvinnu, einkum á sviðum markaðs- og sálfræði. Rebekka dýrkar hreyfingu og útivist og er markmiðið að ganga öll fjöll á suðvesturhorni Íslands. 

rebekka@prosent.is

arni employee

Árni Árnason

Ráðgjafi

Árni er ráðgjafi í hlutastarfi hjá Prósent. Hann er með langa reynslu af auglýsinga- og markaðsmálum, bæði sem fyrrverandi eigandi og stofnandi auglýsingastofunnar Árnasynir og sem kennari í markaðsfræði við Háskóla Íslands. Árni hefur unnið fyrir tugi fyrirtækja og stofnana í stefnumótun og markaðsmálum. Árni er með MA í markaðsfræði frá Bournemouth og BSc í rekstrarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Árni er rithöfundur og þvælist meðal annars um golfvelli landsins í frítíma sínum.

arni@prosent.is

Sækja um starf hjá Prósent

Ef þú er 100% sérfræðingur í rannsóknum þá hvetjum við þig til að sækja um starf hjá okkur í Prósenti. Við erum talnaspekingar með greiningarhæfileika og vinnum fyrir mörg stærstu fyrirtæki og stofnanir landsins. Við leggjum áherslu á fagleg og vönduð vinnubrögð, skipulagshæfileika og framúrskarandi samskiptahæfni.

prosent@prosent.is

Saga Prósents

starsfólk 16x9 des2023 med res

Zenter rannsóknir ehf. verður Prósent
Prósent er nýtt nafn á fyrirtækinu Zenter rannsóknir ehf. sem var stofnað árið 2015 þegar Trausti Haraldsson, sem áður starfaði hjá Gallup, hóf störf hjá Zenter ehf og stofnaði rannsóknahlutann Zenter rannsóknir ehf.
Eigendabreytingar urðu á Zenter rannsóknum þegar Trausti eignaðist meirihluta og núverandi starfsfólk eignaðist hlut í fyrirtækinu. Að auki bættust nýir aðilar í hluthafahópinn.

Zenter ehf. með óbreyttu sniði
Eftir stendur Zenter ehf. sem hefur frá árinu 2010 þróað og rekið hugbúnaðinn sem inniheldur m.a. tölvupósts-, SMS-, CRM- og sölutækifæriskerfi (e. leads). Eigandi Zenter ehf. er Bjarki Pétursson og eru engin eignatengsl á milli Zenter ehf. og Zenter rannsókna ehf. (nú Prósent ehf.), þó að samstarf verði áfram mjög mikið á milli þessara fyrirtækja í framtíðinni. Hér má fara inn á heimasíðu zenter.is