Sjálfbærniásinn

Sjálfbærniásinn er nýr samræmdur mælikvarði sem mælir viðhorf íslenskra neytenda til frammistöðu fyrirtækja og stofnana í sjálfbærnimálum og gerir samanburð á stöðu og þróun á mörkuðum. 

Mælingarnar ná til helstu markaða á Íslandi: 
Opinberra fyrirtækja, banka, raforkusala, tryggingafélaga, fjarskiptafyrirtækja, matvöruverslana, byggingavöruverslana,  fyrirtækja á erlendum mörkuðum, sjávarútvegs, framleiðslufyrirtækja, álframleiðenda, flugfélaga og flutningaþjónustu.

logo graent sjalfbaerniasinn@2x

Sambærilegar mælingar eru nú þegar gerðar víða erlendis

 Stuðst er við módelið The Qualtrics ESG solution sem  mælir þá fjóra þætti sem The World Economic Forum telja að muni leiða heiminn á sjálfbærari stað. Þessir fjórir þættir eru plánetan (e.planet), hagsæld (e.prosperity), fólk (e.people) og stjórnarhættir (e.governance):

Sjálfbærniásin er samstarfsverkefni okkar í Prósenti, ráðgjafafyrirtækisins Langbrókar og stjórnendafélagsins Stjórnvísi. 

Á vefsíðu Sjálfbærniássins má lesa nánar um mælikvarðann, hvaða markaðir eru mældir og viðurkenningarhátíð sem haldin verður árlega á haustin.  

Þau fyrirtæki sem mælast hæst á markaði fá réttinn til að nota merki sjálfbærniássins.  

Plánetan

Hagsæld

Fólk

Stjórnarhættir

Prósent sér um framkvæmd rannsóknar og sölu og kynningu á niðurstöðum.

  • Niðurstöður 7 spurninga, greindar niður á bakgrunnsbreytur fyrir hvern markað eru settar fram í mælaborði. 
  • Niðurstöður hvers fyrirtækis byggjast á um 200-1.000 svörum og fara mælingar fram frá janúar til ágúst ár hvert. 
  • Hægt er að kaupa niðurstöður pr markað og getur hver sem er keypt niðurstöður. 
  • Þau fyrirtæki sem mæld voru, ná lágmarkseinkunn og voru hæst á sínum markaði fá réttinn til að nota merki sjálfbærniássins.

Viltu vita meira?

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt frekari upplýsingar um þjónustuna okkar.

Eins ef þú vilt fá tilboð í rannsókn sem gæti hentað þínu fyrirtæki.

Fáðu frekari upplýsingar