Vöruþróun

Að kanna viðhorf neytenda til nýrrar eða væntanlegrar vöru/þjónustu er tiltölulega einfalt í framkvæmd. 
Við getum hjálpað þér að komast að því hvað skiptir mestu máli, hvernig samsetningin eigi að vera, hver sé líklegasti markhópurinn til að nýta sér vöruna, hvaða eiginleika varan/þjónustan á að innihalda og hvað hún eigi að kosta áður en hún fer á markað. Við styðjumst við þekkta aðferðafræði við vöruþróun. 

Samhliðagreining

Hámarka arðsemi með því að kanna viðhorf viðskiptavina

Samhliðagreining (conjoint analysis) er ítarlegri og áreiðanlegri tölfræðigreining en í hefðbundinni vöruþróunarmælingu. Hún hentar þegar hanna á vöru með tilliti til ákveðinna eiginleika og verðs.

Kannaðu viðhorf markhópsins í vöruþróunarferli.

Hægt er að fá mat væntanlegra notenda á styrkleikum eða veikleikum vöru eða þjónustu áður en hún er sett á markað, sem getur sparað talsverðar fjárhæðir síðar meir.

Þessari rannsóknaraðferð er hægt að beita fyrir þróun á vöru, þjónustu eða hugmynd. Til dæmis ef þú ert með tvær hugmyndir að vörum og vilt athuga hvor hugmyndin er betri þá er mjög einfalt að kanna viðhorf markhóps. Við getum spurt núverandi viðskiptavini þína eða fengið álit þjóðarinnar.

Hvaða eiginleiki skiptir mestu máli?

Hvað hefur áhrif á kaupaákvörðun neytenda?

Hvað eru neytendur tilbúnir að greiða fyrir vöruna?

Hvernig hámörkum við tekjur?

Samhliðagreining

Hentar þegar taka þarf tilliti til mismunandi þátta. Dæmi um mismunandi eiginleika:

  • magn
  • verð
  • bragð
  • útlit
  • kaloríur / fituinnihald

Meðmæli

Samtarf með Prósenti hefur reynst okkur hjá VÍS mjög vel og eru öll vinnubrögð fagmannleg. Aðferðafræðin er ávallt sett í forgrunn en praktísk nálgun og innsýn í viðangsefnið hefur hjálpað okkur að fá meiri dýpt og betri skilning á markaðnum, sem við notum óspart í allri okkar stefnumótandi vinnu.
trausti sigurður hilmisson
Trausti Sigurður Hilmisson
VÍS

Viltu vita meira?

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt fá verðtilboð eða frekari upplýsingar um þjónustuna.

Fáðu tilboð í rannsókn