Rauntímamælingar

Í rauntímamælingu er slóð komið fyrir í ferlum/ í samskiptum/ á vefsíðu og geta viðskiptavinir þá fyllt út könnun strax eftir að veitt þjónusta hefur átt sér stað.

sími könnun

Markmið rauntímamælinga

  • Rauntímamæling gengur út það að fá upplifun viðskiptavina á þjónustu skömmu eftir þjónustunotkun og jafnt og þétt yfir allt árið. Þannig er hægt að sjá fljótlega hvort eitthvað þjónusturof sé til staðar eftir mánuðum og eftir (útibú/stofnun/dreifieið) og því hægt að grípa fyrr til aðgerða í stað þess að fá niðurstöður einu sinni á ári.

  • Útfærslan er þannig hugsuð að hvert (útibú/stofnun/dreifileið) fær sértæka vefslóð að könnun. Verkkaupi útfærir sjálfur hvernig best er að dreifa slóðinni til viðskiptavina.

  • Niðurstöður safnast saman í mælaborði sem verkkaupi fær aðgang að. Hægt er að fá senda mánaðarlega pdf-skýrslu með heildarniðurstöðum á netföng sem inniheldur helstu niðurstöður og þróun. Niðurstöður eru birtar sem heildareinkunn fyrirtækis og krosskeyrt niður á dreifileiðir. Ef óskað er eftir sérskýrslum fyrir hverja deild er sérstaklega um það samið.

  • Hægt er að setja könnun upp á fleiri en eitt tungumál t.d. íslensku, ensku og pólsku gegn vægu gjaldi.

  • Ef viðskiptavinur gefur lága einkunn þá er tækifæri til að spyrja hvort að viðkomandi gefi leyfi til að það megi hafa samband við viðkomandi ef hann/hún óskar eftir slíku og þá fara þær niðurstöður á tengilið fyrirtækis sem getur haft samband við viðkomandi.

  • Einfalt viðmót gerir notendum fært að svara könnun í farsíma eða tölvu.

Einfalt að fylla út könnun á síma eða tölvu

Samanburður við önnur útibú/verslanir

Fylgnigreining (hvað skiptir mestu máli)

Auðvelt að grípa strax inn í ef óánægja

Hvernig stöndum við okkur samanborið við heildina?

Sýnishorn að mælaborði fyrir eina stofnun/verslun/útibú samanborið við heildina.  Einnig er hægt að senda mánaðarlegar niðurstöður sem pdf á ákveðin netföng.

Meðmæli

Sem ráðgjafi í stefnumótun er mikilvægt að kynnast markhópunum og vera ávallt skrefi á undan við að uppfylla þeirra þarfir. Ég hef unnið rýnihópa og rannsóknir með Prósenti og búa þau yfir mikilli þekkingu, reynslu og skilningi á neytendahegðun og eru gagnrýnin á aðferðir og framkvæmd. Þar fyrir utan eru þau einfaldlega snör og lipur í samskiptum.
edda blumstein3
Edda Blumstein
BeOmni

Viltu vita meira?

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt fá verðtilboð eða frekari upplýsingar um þjónustuna.

Fáðu tilboð í rannsókn