Kulnun á vinnumarkaði

Ný býðst fyrirtækjum/stofnunum að mæla kulnun á meðal síns starfsfólks og fá samanburð við íslenska vinnumarkaðinn.

tilfinningalega úrvinda
mynd kulnun

Kulnun

Módelið er byggt á spurningum og útreikningum frá Maslach Burnout Inventory sem er leiðandi mælitæki á kulnun.

Í greiningu eru 16 spurningar varðandi kulnun auk einnar spurningar um ánægju í starfi. 

Hver spurning er greind eftir deild, sviði, kyni og aldri. Ef svör eru færri en fimm í ákveðnum hópum, þá eru þau svör ekki greind, til að koma í veg fyrir að hægt sé að auðkenna svör.

Að auki er starfsfólkið flokkað í fimm flokka sem sýnir hlutfall þeirra sem eru:
– með einkenni kulnunar (burnout),
– árangurslaus (ineffective),
– tilfinningalega ofviða (overextended),
– virk(ur) (engaged) 
– óvirk(ur)(disengaged)

Um rannsókn Prósents á kulnun á íslenskum vinnumarkaði 2020 til 2022.

Fimmtudaginn 29. september 2022 kynnti Prósent niðurstöður rannsóknar á kulnun Íslendinga á vinnumarkaði frá 2020-2022.
Rannsóknin hefur verið framkvæmd í janúar ár hvert síðan 2020 og er nú kominn samanburður á niðurstöðum fyrir árin 2020, 2021 og 2022. Byggir hver rannsókn á um 900 svörum Íslendinga 18 ára og eldri sem eru á vinnumarkaði.  

Lagðar voru fyrir 12 spurningar byggðar á Maslach Burnout Index (MBI). Mældar voru þrjár víddir; tilfinningaleg örmögnun (e. emotional exhaustion), sjálfshvarf (e. depersonalization) og persónulegur árangur (e. personal achievement).

Hver spurning er greind eftir starfi, fjölda ára í núverandi starfi, fjölda vinnustunda á viku, markaði (almennur, opinber og þriðji geirinn), kyni, aldri, búsetu, menntun, fjölda barna á heimili og tekjum.

Niðurstöður könnunar 2022, leiddu meðal annars í ljós að
– 28% Íslendinga 18 ára og eldri á vinnumarkaði finnst þeir vera tilfinningalega úrvinda vegnu vinnu sinnar einu sinni í viku eða oftar. 
-38% Íslendinga 18 ára og eldri á vinnumarkaði finnst þeir vera útkeyrðir í lok vinnudags einu sinni í viku eða oftar. 

Skýrsla
Verð á skýrslu með niðurstöðum rannsóknarinnar: 90.000 krónur án vsk.  

Fyrir frekari fyrirspurnir vinsamlegast sendu tölvupóst á prosent@prosent.is eða hringdu í síma 546 1008. 

Viltu vita meira um kulnun?

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt frekari upplýsingar um þjónustuna okkar.

Eins ef þú vilt fá tilboð í rannsókn sem gæti hentað þínu fyrirtæki.

Fáðu frekari upplýsingar