Kulnun á íslenskum vinnumarkaði
Ný býðst fyrirtækjum/stofnunum að kaupa niðurstöður sem sýna kulnun á íslenskum vinnumarkaði 2024 ásamt þróun síðan 2020.
Einnig er hægt að mæla kulnun á meðal síns starfsfólks og fá samanburð við íslenska vinnumarkaðinn.


Kulnun á íslenskum vinnumarkaði 2024
Hægt er að fá heildarskýrslu með niðurstöðum rannsóknarinnar (Kulnun á íslenskum vinnumarkaði 2024) fyrir 90.000 krónur án vsk. Að auki er hægt að óska eftir kynningu á niðurstöðum.
Fyrir frekari fyrirspurnir vinsamlegast sendu tölvupóst á prosent@prosent.is
Rannsóknarmódelið
Rannsóknarmódelið sem notast er við til mælinga á kulnun á íslenskum vinnumarkaði er 16 spurninga útgáfa af Maslach kulnunarmódelinu (The Maslach Burnout Inventory, MBI).
MBI er fyrsti vísindalega þróaði mælikvarðinn fyrir kulnun og er mikið notaður víða um heim. Mældar eru þrjár víddir; tilfinningaleg örmögnun (e. emotional exhaustion), tortryggni (e. cynicism) og afköst í starfi (e. professional efficacy).
Í greiningu eru 16 spurningar varðandi kulnun auk einnar spurningar um ánægju í starfi.
Hver spurning er greind eftir starfi, fjölda ára í núverandi starfi, fjölda vinnustunda á viku, markaði (almennur, opinber og þriðji geirinn), kyni, aldri, búsetu, menntunarstigi, fjölda barna á heimili og tekjum.
Að auki eru svarendur flokkaðir í fimm flokka sem sýnir hlutfall þeirra sem eru:
– með einkenni kulnunar (burnout),
– árangurslaus (ineffective),
– tilfinningalega ofviða (overextended),
– virk(ur) (engaged)
– óvirk(ur)(disengaged)
Mældu kulnun á þínum vinnustað
Prósent býður fyrirtækjum/stofnunum/sveitarfélögum að mæla kulnun á meðal síns starfsfólks og fá samanburðinn við íslenska vinnumarkaðinn.
A) Heildarmódelið – kynningartilboð
Hægt er að styðjast við allt módelið. Verdæmi fyrir fyrirtæki með 100 starfsfólk, 17 spurningar, hver greind eftir sviði, deild, kyni og aldri: 290.000 krónur án vsk með 20% afslætti.
B) Hluti af módeli
Í vinnustaðagreiningum er hægt að velja ákveðnar spurningar úr módeli og fá samanburð fyrirtækis við íslenska vinnumarkaðinn.
Viltu vita meira?
Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt fá verðtilboð eða frekari upplýsingar um þjónustuna.