Fjölmiðlamælingar Símans
Prósent sér reglulega um mælingar á áhorfi Sjónvarp Símans og ber ábyrgð á aðferðafræði við útreikning á fjöldatölum.
Um er að ræða rafrænt mælaborð þar sem hægt er að skoða fjölda og dekkun eftir ákv. bakgrunnsbreytum á milli tímabila. Mælingar byggjast bæði á raunáhorfi viðskiptavina Sjónvarps Símans sem inniheldur um 60.000 heimili á Íslandi og könnunum sem eru sendar á viðskiptavini Sjónvarp Símans.
Hér að neðan má kynna sér aðferðafræði Prósents við að mæla eftirfarandi veitur:
- Sjónvarp Símans (línuleg dagskrá)
- Síminn Sport
- Sjónvarp Símans Premium (ólínuleg dagskrá – VOD)
Sjónvarp Símans (línuleg dagskrá)
Til að reikna út fjölda heimila sem horfa á Sjónvarp Símans er fjöldi heimila með sjónvarpsþjónustu Símans margfaldaður með hlutfalli þeirra sem horfa á Sjónvarp Símans í gegnum aðrar sjónvarpsþjónustur (t.d. Nova TV og Vodafone Sjónvarpi).
Ath. að hvert heimili er aðeins talið þegar það hefur spilað hvern miðil að lágmarki 3 mínútur á hverjum 24 klst.
Skv. könnunum* horfa 38% heimila á Sjónvarp Símans í gegnum aðrar þjónustur en sjónvarpsþjónustu Símans.
Dæmi: 10.000 heimili eru stillt á Sjónvarp Símans X 38% (hlutfall þeirra sem horfa í gegnum aðrar sjónvarpsþjónustur) = 13.800 heimili sem horfa.
Til að reikna út dekkun heimila er fjölda heimila sem horfa deilt með heildarfjölda heimila á Íslandi**.
Dæmi: 13.800 (fjöldi áhorfenda) / 156.206 (fjöldi heimila á Íslandi) = 8,8%
Til að reikna út fjölda áhorfenda sem horfa á Sjónvarp Símans er fjöldi heimila með sjónvarpsþjónustu Símans margfaldaður með fjölda einstaklinga á hverju heimili sem horfa á Sjónvarp Símans og hlutfalli þeirra sem horfa á Sjónvarp Símans í gegnum aðrar sjónvarpsþjónustur (t.d. Nova TV og Vodafone Sjónvarpi).
Skv. könnunum* horfa 2 einstaklingar á Sjónvarp Símans á hverju heimili.
Dæmi: 10.000 heimili eru stillt á Sjónvarp Símans X 2 (fjöldi einstaklinga sem horfa á hverju heimili) X 38% (hlutfall þeirra sem horfa í gegnum aðrar sjónvarpsþjónustur) = 27.600 áhorfendur.
Til að reikna út dekkun er fjölda áhorfenda deilt með fjölda Íslendinga***.
Dæmi: 27.600 (fjöldi áhorfenda) / 292.542 (fjöldi Íslendinga) = 9,4%
Síminn Sport
Við útreikninga á Símanum Sport er miðað við eftirfarandi:
- Skv. könnunum*
- horfir 1,9 einstaklingur á Símann Sport á hverju heimili.
- horfa 37% heimila á Símann Sport í gegnum aðrar sjónvarpsþjónustur en sjónvarpsþjónustu Símans (t.d. Nova TV og Vodafone Sjónvarp).
Sjónvarp Símans Premium (VOD)
Við útreikninga á Sjónvarpi Símans Premium er miðað við eftirfarandi:
- Skv. könnunum* horfa 2,4 einstaklingar á Sjónvarp Símans Premium á hverju heimili.
- Ekki er margfaldað með hlutfalli þeirra sem horfa í gegnum aðrar sjónvarpsþjónustur en Símans þar sem að eingöngu er hægt að horfa á Sjónvarp Símans Premium í gegnum sjónvarpsþjónustu Símans.
*Tekið er meðaltal þriggja kannana; kannanir frá MMR í október 2020 og 2021, og könnun frá Prósenti í apríl og nóvember 2022 og nóvember 2023. Gögn eru vigtuð m.t.t. kyns, aldurs og búsetu til að úrtak endurspegli þjóðina.
**Skv. Þjóðskrá er fjöldi heimila 156.206 árið 2022.
***Skv. Hagstofunni eru Íslendingar 18-98 ára 292.542 þann 1. janúar 2022.
Stuðlar byggja á meðaltali síðustu fjögurra kannana og er uppfært ársfjórðungslega
Hlutfall sem horfir á viðkomandi sjónvarpsrásir fyrir utan dreifileiða hjá Símanum
Dæmi um útreikning á fjölda sem horfa
*Tekið er meðaltal síðustu kannana; kannanir frá MMR í október 2020 og 2021, og könnun frá Prósenti í apríl og nóvember 2022 og nóvember 2023. Gögn eru vigtuð m.t.t. kyns, aldurs og búsetu til að úrtak endurspegli þjóðina.
**Skv. Þjóðskrá er fjöldi heimila 156.206 árið 2022.
***Skv. Hagstofunni eru Íslendingar 18-98 ára 292.542 þann 1. janúar 2022.
Viltu vita meira?
Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt frekari upplýsingar um þjónustuna okkar.
Eins ef þú vilt fá tilboð í rannsókn sem gæti hentað þínu fyrirtæki.