Kjarakannanir

Við höfum reynslu af framkvæmd launa- og kjarakannana. Mikilvægt er að vinna slíka rannsókn með fagaðila til að tryggja nafnleynd, auka svarhlutfall og fá sem marktækastar niðurstöður. 

 

miðgildi eftir kyni

Launa- og kjarakönnun

Við vinnum reglulega kannanir á kjörum og launum félagsmanna fyrir hin ýmsu stéttarfélög og félagasamtök.

Vönduð og yfirgripsmikil greining á launum og kjörum starfsfólks er forsenda fyrir frekari ákvarðanatöku við gerð kjarasamninga eða til stöðutöku fyrir innleiðingu jafnlaunastefnu.

Meginmarkmið kjarakannana er í flestum tilvikum að kanna þætti svo sem

  • Launakjör
  • Kynbundinn launamun
  • Launamyndun
  • Vinnustundir
  • Starfsaðstæður
  • Fríðindi

Varpar ljósi á kynbundin launamun

Einfalt að setja inn eldri rannsóknargögn til að skoða þróun á milli tímabila

Hægt að fá niðurstöður í mælaborði eða í skýrsluformi

Þróun miðgildis launa

Þróun miðgildis launa úr kjarakönnun FVH árið 2022.  Í úrtaki voru 2.483 viðskipta- og hagfræðingar á Íslandi. Svarendur voru 948 og svarhlutfall 38%.
Þátttakendur voru beðnir um að svara spurningum út frá stöðu á vinnumarkaði og launum í janúarmánuði árið 2022.
Prósent annaðist alla gagnavinnslu og tryggði nafnleynd við þátttakendur.

Meðmæli

Við hjá FVH höfum nýtt okkur þjónustu Prósents sl. ár og alltaf verið mjög ánægð með þeirra vinnu. Bæði við aðstoð og til að ná góðri svörun, útfærslu á mælaborði og útreikninga fyrir reiknivélina hjá okkur. Í dag er reiknivélin og launakönnunin ein af okkar aðalvörum sem gera okkur kleift að halda í og ná í nýja félagsmenn. Við getum hiklaust mælt með þjónustu Prósents.
lára hrafnsdóttir removebg preview
Lára Hrafnsdóttir
Félag viðskipta- og hagfræðinga

Viltu vita meira?

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt fá verðtilboð eða frekari upplýsingar um þjónustuna.

Fáðu tilboð í rannsókn