Könnunarhópur

Könnunarhópur Prósent endurspeglar lýðfræðilega samsetningu íslensku þjóðarinnar. Þátttakendur eru valdir úr Þjóðskrá og þú getur því aldrei beðið um að vera með. 

bandarikjamenn 65

Hvað felur það í sér að vera hluti af könnunarhópi?

Þátttakendur fá af og til sendan tölvupóst með boði um þátttöku í könnun um samfélagsleg og/eða markaðsleg málefni. Tíðni kannana fer eftir þáttum svo sem aldri og kyni en yfirleitt fær fólk könnun ekki senda oftar en tvisvar í mánuði. Viðhorf þitt hefur bein áhrif á vöruframboð og þjónustu fyrirtækja og stofnana. Athugaðu að Prósent reynir aldrei að selja neitt og að þú, sem hluti af könnunarhópnum, færð ekkert greitt fyrir þátttökuna (fyrir utan að eiga möguleika á hóflegum vinningum).

Hverjir geta verið hluti af könnunarhópnum?
Þeir sem geta verið hluti af könnunarhópnum eru valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma. Þú getur því ekki haft frumkvæði að því að taka þátt heldur hefur Prósent sérstaklega samband við fólk og býður því möguleika á þátttöku.

Hvernig haldið þið trúnaði?
Prósent starfar eftir ströngum siðareglum ESOMAR sem settar eru af alþjóðasamtökum markaðsrannsóknarfyrirtækja. Prósent lætur aldrei af hendi persónugreinanlegar upplýsingar þátttakenda. Allar niðurstöður kannana eru settar fram með þeim hætti að tiltekin svör verða aldrei rakin til einstakra svarenda. Komi persónugreinanlegar upplýsingar fram við gagnaöflun eru þær jafnframt skildar frá gögnum að könnun lokinni.

Hvernig get ég hætt?
Í öllum tölvupóstum sem þú færð frá okkur koma fram upplýsingar um hvernig þú getur haft samband við okkur til að afskrá þig eða koma öðrum upplýsingum á framfæri. Afskráning fer fram samstundis.

Hvernig vinninga er boðið upp á fyrir þátttöku í könnunum?
Í flestum könnunum er boðið upp á happdrættisvinning sem er yfirleitt í formi gjafakorts eða vöruúttektar. Vinningsupphæðin endurspeglar lengd könnunarinnar og er yfirleitt 10.000 kr. Fjöldi vinninga hverju sinni eru 3 talsins.

Af hverju eru vinningarnir ekki hærri eða fleiri?
Megin ástæðan er sú að við viljum ekki hafa óeðlileg áhrif á svörun fólks. Vinningarnir eru því hugsaðir sem þakklætisvottur. Með því að taka þátt í markaðs- og samfélagsrannsóknum eru svarendur aftur á móti að stuðla að bættu vöru- og þjónustuframboði og þannig má segja að allir hlutaðeigandi hagnist á endanum.

Hvernig veit ég hvort ég hef fengið vinning fyrir þátttöku í könnun?
Allir vinningshafar fá sendan tölvupóst með tilkynningu um að þeir hafi unnið.

Af hverju birtið þið ekki nöfn vinningshafa á heimasíðunni?
Öllum þátttakendum í könnunum er heitið algerri nafnleynd um þátttöku sína. Það gildir jafnt um svör við einstökum spurningum sem og þátttöku í könnunum yfirleitt.

Hve oft fæ ég sendar kannanir og hve löng er hver könnun?
Fjöldi kannana er breytilegur en búast má við allt að tveimur könnunum í mánuði (en oftast færri). Lengd kannana er einnig breytileg en flestar kannanir eru á bilinu 4-10 mínútur. Þetta táknar að þátttakandi sem fær sendar tvær kannanir er að eyða um 10 til 15 mínútum í að svara á mánuði.

Um hvað fjalla kannanirnar og fyrir hvern eru þær unnar?
Prósent vinnur fyrir mjög ólíka aðila, bæði fyrirtæki og stofnanir. Efnistök geta því verið æði ólík, allt frá samfélagslegum þáttum til markaðsmála.

Hvað geri ég ef ég fæ nýtt tölvupóstfang?/Hvernig get ég haft samband við ykkur?
Ef þú vilt breyta tölvupóstfanginu þínu eða fá svar við fyrirspurn þá sendir þú póst á rannsoknir@prosent.is. Athugaðu að ef þú ert að breyta póstfangi þá þarft þú jafnframt að taka fram eldra póstfang.

Skráning í könnunarhóp Prósents!

Skráðu þig

…þitt álit skiptir máli.