Könnunarhópur

Viltu vinna Bose heyrnartól

Skráðu þig í könnunarhóp Prósents, taktu þátt í könnun og heyrnartólin gætu orðið þín.

Við
drögum út BOSE vinningshafa 26. apríl 2023.   

Nafn vinningshafa verður birt hér á vefsíðu Prósents.

Bose NC700 eru þráðlaus heyrnartól með noise cancelling í hljóði og tali.

Í hverjum mánuði drögum við út vinningshafa
Eftir hverja spurningakönnun drögum við alltaf út vinningshafa sem hljóta 50.000 kr bankagjafakort að launum.  Bose heyrnartólin eru aukavinningur. 

Þitt álit skiptir máli!

vefsida prosent konnunarhopur bose

Bose NC700 þráðlaus heyrnartól með noise cancelling í hljóði og tali.

Skráning í könnunarhóp Prósents!

Skráðu þig

…þitt álit skiptir máli.

Hvað felur það í sér að vera hluti af könnunarhópi?

Við sendum þér u.þ.b. tvær kannanir á mánuði í tölvupósti eða SMS sem tekur um 4 til 10 mínútur að svara.  Allir sem taka þátt eiga möguleika á glæsilegum vinningum sem eru dregnir út eftir hverja könnun. Með þátttöku þinni getur þú komið skoðunum þínum á framfæri varðandi ýmis málefni líðandi stundar, þjónustu fyrirtækja og fleira

Þátttakendur í könnunarhópi okkar geta einnig fengið boð um að taka þátt í rýnihópum.  

Hverjir geta verið hluti af könnunarhópnum?
Þátttakendur í könnunarhópnum eru valdir úr þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma. 

Hvernig haldið þið trúnaði?
Prósent starfar eftir ströngum siðareglum ESOMAR sem settar eru af alþjóðasamtökum markaðsrannsóknarfyrirtækja. Prósent lætur aldrei af hendi persónugreinanlegar upplýsingar þátttakenda. Allar niðurstöður kannana eru settar fram með þeim hætti að tiltekin svör verða aldrei rakin til einstakra svarenda. Komi persónugreinanlegar upplýsingar fram við gagnaöflun eru þær jafnframt skildar frá gögnum að könnun lokinni.

 

Hvernig get ég hætt?
Í öllum tölvupóstum sem þú færð frá okkur koma fram upplýsingar um hvernig þú getur haft samband við okkur til að afskrá þig eða koma öðrum upplýsingum á framfæri. Afskráning fer fram samstundis.

Hvaða vinningar eða greiðslur eru í boði?
Ekki er greitt sérstaklega fyrir þátttöku í spurningakönnun en eftir hverja könnun er einn þátttakandi dregin út og hlýtur viðkomandi 50.000 króna gjafakort.  Þeir sem taka þátt í rýnihópum fá í langflestu tilvikum greitt fyrir þátttöku í formi gjafakorts. 

Hvernig veit ég hvort ég hef fengið vinning fyrir þátttöku í könnun?
Allir vinningshafar fá sendan tölvupóst með tilkynningu um að þeir hafi unnið. Í fréttum okkar hér fyrir neðan má lesa til um síðustu vinninghafa.  Við birtum ekki nöfn vinningshafa nema með samþykki þeirra því öllum þátttakendu er heitið nafnleynd.  

Hve oft fæ ég sendar kannanir og hve löng er hver könnun?
Fjöldi kannana er breytilegur en búast má við allt að tveimur könnunum í mánuði. Lengd kannana er einnig breytileg en flestar kannanir eru á bilinu 4-10 mínútur. 

Um hvað fjalla rannsóknirnar og fyrir hvern eru þær unnar?
Prósent vinnur fyrir mjög ólíka aðila, bæði fyrirtæki og stofnanir. Efnistök geta því verið æði ólík, allt frá samfélagslegum þáttum til markaðsmála.

Hvað geri ég ef ég fæ nýtt tölvupóstfang?/Hvernig get ég haft samband við ykkur?
Ef þú vilt breyta tölvupóstfanginu þínu eða fá svar við fyrirspurn þá sendir þú póst á rannsoknir@prosent.is. Athugaðu að ef þú ert að breyta póstfangi þá þarft þú jafnframt að taka fram eldra póstfang.

SMS hlekkur á könnun 
Í einstaka tilvikum sendum við SMS á símanúmerið þitt með hlekk á könnun. 

Könnunarhópurinn okkar

play gjafakort vinningshafi 16122022

Jóhannes ætlar til Ítalíu

Jóhannes Bjarni var með heppnina með sér og var nafn hans dregið úr pottinum. Jóhannes hlýtur gjafabréf með Play að verðmæti 100.000 krónur. Jóhannes sagði líklegt að hann myndi fljúga til einhverra af áfangstöðum Play í Ítalíu, en þar bjó hann á árum áður. Til lukku Jóhannes og buon viaggio!

Nánar »
gjafir low res

51 árs var happatalan í nóvember

Í nóvember drógum við út tvo vinningshafa sem hvor hlaut 50.000 króna bankagjafakort. Til lukku með það og ekki er verra að fá svona glaðning á þessum tíma. Við óskum líka Jóhannesi Bjarka til hamingju með stóra aukavinningin en hann fékk gjafabréf hjá Play að verðmæti 100.000 kr. Gjafakortin má nálgast á skrifstofu okkar á Laugavegi 178. 51 árs karl í Reykjavík 51 árs kona í Reykjanesbæ

Nánar »