Verðteygni

Hámarkaðu tekjurnar 
Við í Prósenti getum hjálpað þér að meta hversu hátt/lágt verð neytendur þínir eru tilbúnir að borga fyrir vöruna eða þjónustuna.  

konur ferdast til utlanda

Finndu út rétta verðið

Við aðstoðum viðskiptavini okkar við að finna út hversu hátt verð neytandinn er tilbúinn að borga fyrir ákveðna þjónustu eða vöru.  Til að verðkönnunin verði sem marktækust þá spyrjum við þjóðina með könnunarvagni Prósents. Niðurstöður sýna hvað er ákjósanlegt verð fyrir vöruna, þ.e. hvenær verð þykir of hátt og hvenær of lágt.

Aðferðafræði Van Westendorp hentar til að fá ákveðið verðbil sem neytendur eru tilbúnir til að borga og til að finna út á hvaða verði varan/þjónustan er of dýr og of ódýr. 

Aðferðafræði Gabor Granger notar flóknari tölfræði til að finna hæsta mögulega verðpunkt áður en eftirspurn fer að dvína og hvernig er hægt að hámarka tekjur.  

Finna út ákjósanlegt verð

Áhrif verðbreytinga á eftirspurn

Hámarka tekjur

Undirstaða árangurs

Van Westendorp verðkönnun

Aðferðafræði Van Westendorp hentar þegar ákvarða þarf væntanlegt verð fyrir nýja vöru/þjónustu eða kanna á hvort svigrúm sé til hækkana á núverandi vöru á markaði. 

Niðurstöður sýna hvað er ákjósanlegt verð fyrir vöruna þ.e. hvenær verð þykir of hátt og hvenær of lágt.

Gabor Granger verðteygni

Aðferðafræði Gabor Granger hentar þegar finna á út hvernig hámarka megi tekjur.

Til að framkvæma þessa rannsókn þarf að spyrja þjóðina spurninga í spurningavagni.

Niðurstöður sýna hversu verðviðkvæmur markhópurinn er og hvaða áhrif það hefur á eftirspurnina að hækka verðið.

Meðmæli

Við höfum nýtt þjónustu Prósent og sérstaklega þegar kemur að vita stöðuna okkar á samkeppnismarkaðinum. Að auki hafa þau séð um þjónustukannanir okkar og með framsetningu á mælaborði erum við fljót að finna það sem leggja þarf áherslu á og hvað megi betur fara. Þessar rannsóknir notum við stöðugt til að vinna í að vera með ánægðustu viðskiptavinina á okkar markaði. Hjá Prósent fáum við persónulega þjónustu og góða fagþekkingu á okkar þörfum
gudrun einarsdottir
Guðrún Einarsdótir
ON

Viltu vita meira?

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt frekari upplýsingar um þjónustuna okkar.

Eins ef þú vilt fá tilboð í rannsókn sem gæti hentað þínu fyrirtæki.

Fáðu frekari upplýsingar