Netverslunarpúlsinn
Prósent í samstarfi við SVÞ (Samtök verslunar og þjónustu) og RSV (Rannsóknarsetur verslunarinnar) kynna nýtt mælaborð sem sýnir allt það helsta sem þú þarft að vita þegar kemur að kauphegðun Íslendinga á netinu.
Fyrirtæki sem kaupa árgjald fá aðgang að lifandi mælaborði þar sem gögn uppfærast á rauntíma. 200 svörum Íslendinga
á aldrinum 18 ára og eldri, sem valdir eru af handahófi, er safnað í hverjum mánuði og eru til gögn frá því mars 2021.
Hvað sýnir mælaborðið?
- Hversu oft Íslendingar kaupa vöru eða þjónustu á netinu.
- Hversu margir hafa keypt vöru eða þjónustu á netinu á sl. 7 dögum.
- Hvaða vöruflokka Íslendingar kaupa á netinu.
- Hversu miklu Íslendingar eyða á netinu.
- Hlutfall innlendra vefverslana á móti erlendra.
- Frá hvaða löndum Íslendingar kaupa.
- Stærstu innlendu og erlendu vefverslanirnar.
- Hvort og þá hvernig Íslendingar kynna sér vöru/þjónustu fyrir kaup á netinu.
- Helstu ástæður þess að Íslendingar velja innlendar vefverslanir.
- Helstu ástæður þess að Íslendingar velja erlendar vefverslanir.
- Hvaða tæki var notað þegar verslað var á netinu.
- Hvernig pakkinn var sendur, síðast þegar vara var keypt á netinu.
- Hversu margir skila vörunum.
- Hvort Íslendingar geri ráð fyrir að versla meira eða minna á netinu næstu 12 mánuði.
- Hvaða áskriftir Íslendingar eru með.
- Hvaða áskriftir Íslendingar skráðu sig í rafrænt.
Nánari upplýsingar
Þátttakendur í könnuninni eru Íslendingar 18 ára og eldri sem valdir eru af handahófi. Gögnin eru vigtuð m.t.t. kyns, aldurs og búsetu til að hægt sé að alhæfa um niðurstöður með 95%.
Gögnin eru greind eftir sjö bakgrunnsbreytum; kyni, aldri, búsetu, stöðu á vinnumarkaði, hjúskaparstöðu, fjölda barna á heimili og tekjum. Einnig eru spurningar greindar eftir upphæð kaupa, vöruflokki, vöru vs. þjónustu og hvort vefverslunin er innlend eða erlend, eftir því sem við á.
Yfir 20 vöruflokkar eru mældir, t.d. skyndibiti og matur af veitingahúsum, föt skór og fylgihlutir, matvara og önnur dagvara, ferðalög, menning, upplifun og skemmtun, snyrtivörur, heilsuvörur og lyf, íþrótta- og frístundavörur, raftæki og heimilistæki, og samgöngur.
Með kaupum á mælaborðinu fylgir kynning í klukkustund, á helstu niðurstöðum þar sem við förum yfir hvernig þitt fyrirtæki getur sem best nýtt sér niðurstöðurnar.
Verðskrá fyrir árið
Aðgangur að mælaborði sem uppfærist á rauntíma – árgjald.
- Fyrirtæki sem eru ekki aðilar að SVÞ – 192.000 kr.
- 50% afsláttur fyrir aðilar SVÞ – 96.000 kr.
Aðgangur að mælaborði sem uppfærist á rauntíma – árgjald.
- Fyrirtæki sem eru ekki aðilar að SVÞ – 312.000 kr.
- 50% afsláttur fyrir aðila SVÞ – 156.000 kr.
Aðgangur að mælaborði sem uppfærist á rauntíma – árgjald.
- Fyrirtæki sem eru ekki aðilar að SVÞ – 552.000 kr.
- 50% afsláttur fyrir aðila SVÞ – 276.000 kr.
Um Netverslunarpúlsinn
- Árið 2020 ákvað SVÞ (Samtök verslunar og þjónustu) í samvinnu við RSV (Rannsóknarsetur verslunarinnar) að setja á laggirnar markvissar og reglulegar mælingar á kauphegðun Íslendinga á netinu.
- Rannsóknarfyrirtækið Prósent sér um framkvæmd rannsóknar á Netverslunarpúlsinum hér á Íslandi þar sem um 200 svörum einstaklinga á aldrinum 18 ára og eldri er safnað í hverjum mánuði.
- Mælitækið er m.a. byggt á e-barometern (sænsk mæling á netverslun) og FDIH (dönsk mæling á netverslun).
Viltu vita meira?
Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt fá verðtilboð eða frekari upplýsingar um þjónustuna.