Íslensk náttúra

Samfélagsleg ábyrgð

Mikilvægi þess að fyrirtæki séu samfélagslega ábyrg og gefi sjálfbærni vægi og þunga í rekstrinum hefur aldrei verið meira. í mælingum Prósents á viðhorfi þjóðarinnar og stjórnendum íslenskra fyrirtækja kemur fram að þjóðin krefst aðgerða í loftlagsmálum og meiri ábyrgðar fyrirtækja í samfélagslegum málefnum.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Við hjá Prósenti vinnum með áherslur heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og munum halda áfram að auka samþættingu þeirra við starfsemi okkar. Við tengjum sérstaklega við fjögur heimsmarkmiðanna, með hliðsjón af eðli rekstrar okkar.

z9tougimzc v 310

Heilsa og vellíðan

Markmið sameinuðu þjóðanna er að stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar.

Starfsánægjukannanir

Rannsóknir sýna að arðsemi fyrirtækja tengist ánægju þeirra sem eiga við þau viðskipti og að starfsfólkið gegnir lykilhlutverki í ánægju viðskiptavina. Við hjá Prósenti framkvæmum vinnustaðagreiningar fyrir fjölda fyrirtækja og stofnana. Niðurstöður okkar sýna m.a. hvaða þættir hafa mest áhrif á starfsánægju, hollustu og tryggð starfsfólks. Niðurstöður eru birtar í mælaborði þar sem hægt er að fá samanburð við íslenska vinnumarkaðinn með stöðluðu módeli sem er byggt á Evrópsku starfsánægjuvísitölunni (European Employee Index).

Starfsumhverfi Prósents

Prósent leggur áherslu á góðan starfsanda, gagnsæi, skýra verkferla og umboð til athafna. Lögð er áhersla á jöfn tækifæri, jafnrétti og hvers konar mismunun er í alla staði óheimil. Stöðugt er unnið í umbótum til að auka ánægju og afköst. Starfsfólk okkar er hvatt til að vera félagar í fagfélögum, mæta á fundi og deila þekkingu. Daglega höldum við stöðufundi þar sem við förum yfir líðan og verkefni hvers starfsmanns og allt unnið samkvæmt LEAN fræðunum.

heimsmarkmið lógó page 008316

Góð atvinna og hagvöxtur

Eitt af undirmarkmiðum er að auka framleiðni í atvinnulífinu með fjölbreytni, tækninýjungum og nýsköpun. Við leggjum ríka áherslu á að halda rekstri okkar sterkum og ábyrgum, með hagsmuni viðskiptavina, starfsfólks, fjárfesta og samfélagsins alls að leiðarljósi. Við leggjum kapp á að viðskiptavinir okkar séu ánægðir og ætlum að fylgjast með hvort við séum á réttri leið með reglulegum mælingum, bæði innanhúss og á markaði. Við aðstoðum fjölda fyrirtækja og stofnana við að framkvæma þjónustu- og starfsánægjukannanir.

Ánægjuvogin

Íslenska ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina og frammistöðu fyrirtækja á milli ára í samanburði við helstu samkeppnisaðila og hefur verið mæld á Íslandi síðan 1998. Ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi en framkvæmdin er í höndum okkar Prósents. Það þykir afar eftirsóknavert að vinna Ánægjuvogina og er hún hvatning til að gera ávallt betur í þjónustu við viðskiptavini.

Við erum aðilar að

Við erum framkvæmdaaðili að

heimsmarkmið lógó page 009317

Nýsköpun og uppbygging

Eitt af undirmarkmiðum er að vísindarannsóknir verði efldar, ýtt sé undir nýsköpun og störfum við rannsóknir fjölgað, auk þess sem útgjöld til rannsókna og þróunar hins opinbera og einkageirans verði aukin.

Fjölmiðlamælingar

Við erum að vinna að nýsköpun meðal annars í gegnum innleiðingu á nýjum aðferðum í fjölmiðlamælingum á Íslandi þar sem úreltar aðferðir gagnast ekki lengur.

Netverslunarpúlsinn

Í samstarfi við SVÞ (Samtök verslunar og þjónustu) og RSV (Rannsóknarsetur verslunarinnar) höldum við í Prósenti utan um mælaborð sem sýnir allt það helsta þegar kemur að kauphegðun Íslendinga á netinu.

Íslenska kynslóðamælingin

Prósent framkvæmdi ítarlega rannsókn um viðhorf og hegðun fjögurra kynslóða sem eru: X, Y, Z kynslóðin og Uppgangskynslóðin. Haldnir voru nokkrir rýnihópar fyrir hverja kynslóð þar sem kafað var djúpt í viðhorf hverrar kynslóðar og í kjölfarið voru mótaðar spurningar sem lagðar voru fyrir íslensku þjóðina. Útkoman er rafrænt mælaborð með ítarlegum niðurstöðum sem fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér til að taka upplýsta ákvörðun um sín stefnumál.

heimsmarkmid logo page 013355

Aðgerðir í loftlagsmálum

Grípa þarf til aðgerða gegn loftlagsbreytingum og áhrifum þeirra. Það er markmið okkar í Prósenti að fyrirbyggja það að starfsemi okkar skerði möguleika komandi kynslóða á nokkurn hátt. Við ætlum að hlúa að starfsfólki okkar, viðskiptavinum, samfélagi og móður jörð með eftirfarandi hætti.

Laufið umhverfisvottun

Prósent er í vegferð að sjálfbærari fyrirtækjarekstri undir handleiðslu Laufsins. Laufið býður upp á stafrænan vettvang sem stuðlar að sjálfbærri þróun íslensks atvinnulífs.

Sjálfbærni Prósents

Við höfum sett okkur markmið að allir okkar fundir séu í 80% tilvika rafrænir. Við hvetjum starfsmenn til að hjóla eða ganga í vinnuna og vinnum á heimaskrifstofu þegar hentar. Við lágmörkum ferðir með flugi innanlands og takmörkum ferðir erlendis. Við minnkum kolefnisspor með rafrænum undirskriftum á öllum okkar samningum, spörum alla notkun á pappír, flokkum og endurvinnum sorp og notum svansvottaðar vörur.

Jafnrétti kynjanna

„Við erum kynsegin“

Í öllum okkar rannsóknum gerum við ráð fyrir þriðja kyninu og vorum við fyrst rannsóknafyrirtækja til að innleiða það í okkar vinnu.