Vöruupplifun

Hvernig vill markhópurinn hafa vöruna?

Láttu okkur aðstoða þig við að spyrja markhópinn hvernig hann vill hafa vöruna eða þjónustuna.  Við höfum aðgang að þverskurði íslensku þjóðarinnar og stjórnenda í íslensku atvinnulífi. 

Vöruþróun

Við getum hjálpað þér með vöruþróun. Til dæmis með að komast að því hvað skiptir markhópinn þinn máli varðandi útlit, innihald, samsetningu og verð svo eitthvað sé nefnt.

NÁNAR

Verðteygni

Við getum aðstoðað að finna út rétta verðið fyrir þína vöru eða þjónustu út frá þekktum rannsóknaraðferðum.

NÁNAR

Vöruþróun

Við hjá Prósenti getum hjálpað þér með vöru- og/eða þjónustuþróun. Við hjálpum þér að komast að því hvað skiptir mestu máli, hvernig samsetningin eigi að vera, hver sé líklegasti markhópurinn til að nýta sér vöruna, hvaða eiginleika varan/þjónustan á að innihalda og hvað hún eigi að kosta áður en hún fer á markað. Við styðjumst við þekkta aðferðafræði við vöruþróun.  

Er litur og bragðsamsetning rétt?

Hvaða verð er viðskiptavinurinn tilbúinn að borga?

Er samsetning þjónustupakkans þíns rétt?

Meðmæli

Sem ráðgjafi í stefnumótun er mikilvægt að kynnast markhópunum og vera ávallt skrefi á undan við að uppfylla þeirra þarfir. Ég hef unnið rýnihópa og rannsóknir með Prósenti og búa þau yfir mikilli þekkingu, reynslu og skilningi á neytendahegðun og eru gagnrýnin á aðferðir og framkvæmd. Þar fyrir utan eru þau einfaldlega snör og lipur í samskiptum.
edda blumstein green (1)
Edda Blumenstein
beOmni

Viltu vita meira?

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt frekari upplýsingar um þjónustuna okkar.

Eins ef þú vilt fá tilboð í rannsókn sem gæti hentað þínu fyrirtæki.

Fáðu frekari upplýsingar