Vöruupplifun
Hvernig vill markhópurinn hafa vöruna?
Láttu okkur aðstoða þig við að spyrja markhópinn hvernig hann vill hafa vöruna eða þjónustuna. Við höfum aðgang að þverskurði íslensku þjóðarinnar og stjórnenda í íslensku atvinnulífi.
Vöruþróun
Við hjá Prósenti getum hjálpað þér með vöru- og/eða þjónustuþróun. Við hjálpum þér að komast að því hvað skiptir mestu máli, hvernig samsetningin eigi að vera, hver sé líklegasti markhópurinn til að nýta sér vöruna, hvaða eiginleika varan/þjónustan á að innihalda og hvað hún eigi að kosta áður en hún fer á markað. Við styðjumst við þekkta aðferðafræði við vöruþróun.
Er litur og bragðsamsetning rétt?
Hvaða verð er viðskiptavinurinn tilbúinn að borga?
Er samsetning þjónustupakkans þíns rétt?
Meðmæli
Sem ráðgjafi í stefnumótun er mikilvægt að kynnast markhópunum og vera ávallt skrefi á undan við að uppfylla þeirra þarfir. Ég hef unnið rýnihópa og rannsóknir með Prósenti og búa þau yfir mikilli þekkingu, reynslu og skilningi á neytendahegðun og eru gagnrýnin á aðferðir og framkvæmd. Þar fyrir utan eru þau einfaldlega snör og lipur í samskiptum.
Edda Blumenstein
beOmni
Viltu vita meira?
Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt fá verðtilboð eða frekari upplýsingar um þjónustuna.