NPS meðmælaskor

NSP er aðferðafræði sem gengur út á að auðkenna þá viðskiptavini sem eru hvetjendur, hlutlausir eða letjendur og finna þannig út hverjir eru hugsanlega að hætta í viðskiptum. Mikilvægt er að vera fyrri til að rækta sambandið við viðskiptavini á einfaldari og skilvirkari hátt en áður með því að auðkenna viðskiptavinina. Dæmi um fyrirtæki sem nota þessa aðferðafræði eru Apple, Allianz, American Express og eBay.

Hvetjendur, hlutlausir og letjendur

Viðskiptavinir auðkenndir
Mikilvægt skref í þjónustustjórnun NPS er að auðkenna viðskiptavini til að vita í raun og veru hverjir eru hvetjendur, hlutlausir og letjendur. Með þessari greiningu getur fyrirtækið síðan heyrt markvisst í letjendum til að bæta þjónustustigið.

Virði viðskiptavina
Til að ná hámarksárangri er virði og meðmælaeinkunn hvers viðskiptavinar tengd saman en þannig er hægt að sjá strax fjárhagslegan ávinning í meðmælaeinkunn hvers viðskiptavinar og áhrif á tekjur fyrirtækisins.

Endurskoðun ferla
Oftar en ekki kemur í ljós að endurskoða þarf einhverja ferla hjá fyrirtækjum til að bæta þjónustustigið. Með notkun NPS er auðveldara að finna út hvaða ferlar það eru sem er mikilvægast að bæta.

Mæla viðskiptavinirnir með fyrirtækinu?

Virði viðskiptavina

Endurskoðun ferla

Þekkja viðskiptavininn

Vertu fyrri til

Með NSP aðferðafræði finnurðu út hvaða viðskiptavinir eru hugsanlega að hætta í viðskiptum.

Mælaborð

Með mælaborðum Prósents getur þú fylgst með niðurstöðum á rauntíma.

Meðmæli

Við völdum Prósent til að vinna með okkur að yfirgripsmikilli rannsókn fyrir stafræna vegferð Keflavíkurflugvallar og sáum svo sannarlega ekki eftir því. Fagmennska, alúð og hugmyndaauðgi einkenndi samstarfið við þau og get ég hiklaust mælt með þeim.
hildur green1
Hildur Norðfjörð
ISAVIA

Viltu vita meira?

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt frekari upplýsingar um þjónustuna okkar.

Eins ef þú vilt fá tilboð í rannsókn sem gæti hentað þínu fyrirtæki.

Fáðu frekari upplýsingar