NPS meðmælaskor
NSP er aðferðafræði sem gengur út á að auðkenna þá viðskiptavini sem eru hvetjendur, hlutlausir eða letjendur og finna þannig út hverjir eru hugsanlega að hætta í viðskiptum. Mikilvægt er að vera fyrri til að rækta sambandið við viðskiptavini á einfaldari og skilvirkari hátt en áður með því að auðkenna viðskiptavinina. Dæmi um fyrirtæki sem nota þessa aðferðafræði eru Apple, Allianz, American Express og eBay.

Hvetjendur, hlutlausir og letjendur
Viðskiptavinir auðkenndir
Mikilvægt skref í þjónustustjórnun NPS er að auðkenna viðskiptavini til að vita í raun og veru hverjir eru hvetjendur, hlutlausir og letjendur. Með þessari greiningu getur fyrirtækið síðan heyrt markvisst í letjendum til að bæta þjónustustigið.
Virði viðskiptavina
Til að ná hámarksárangri er virði og meðmælaeinkunn hvers viðskiptavinar tengd saman en þannig er hægt að sjá strax fjárhagslegan ávinning í meðmælaeinkunn hvers viðskiptavinar og áhrif á tekjur fyrirtækisins.
Endurskoðun ferla
Oftar en ekki kemur í ljós að endurskoða þarf einhverja ferla hjá fyrirtækjum til að bæta þjónustustigið. Með notkun NPS er auðveldara að finna út hvaða ferlar það eru sem er mikilvægast að bæta.
Mæla viðskiptavinirnir með fyrirtækinu?
Virði viðskiptavina
Endurskoðun ferla
Þekkja viðskiptavininn
eNPS
Til þess að viðskiptavinir mæli með vörum og þjónustu fyrirtækisins þarf starfsfólkið einnig að mæla með fyrirtækinu.
Meðmælaskor starfsfólks (employee net promoter score) er viðurkennd og mikið notuð leið til að mæla hversu líklegir eða ólíklegir starfsmenn eru til að mæla með vinnustað sínum. Með reglulegum mælingum er hægt að fylgjast með þróun meðmælaskors og bregðast snöggt við ef breytingar verða á.
Niðurstöður eru greindar út frá ýmsum bakgrunnsbreytum s.s. kyni, aldri, deild og starfsaldri og fyrirtækið fær niðurstöður sem sýna samanburð við íslenska markaðinn. Mælingin er fljótvirk og hægt að framkvæma ört ef ástæða er til.
Niðurstöður samstundis
Greining á því hvað einkennir hvern hóp starfsfólks
Varpar ljósi á sölu- og þjónustumenningu fyrirtækisins
Meðmæli
Viltu vita meira?
Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt fá verðtilboð eða frekari upplýsingar um þjónustuna.