Þjónusturannsóknir
Hvað segir viðskiptavinurinn gott?
Prósent hefur sérhæft sig í þjónusturannsóknum og getum við hjálpað þér að finna út hvað skiptir viðskiptavini þína mestu máli og hvar er hægt að gera betur.
Ánægja og tryggð viðskiptavina
Við bjóðum upp á þjónusturannsóknir þar sem á auðveldan hátt er hægt að kanna viðhorf viðskiptavina til ýmissa atriða sem kunna að skipta máli hverju sinni. Hluti af okkar vöruframboði eru bæði staðlaðar og sérhannaðar lausnir sem byggja á viðurkenndum rannsóknaraðferðum.
Í flestum tilvikum er meginmarkmiðið að mæla ánægju og tryggð viðskiptavina og finna út hvaða þættir hafa þar mest áhrif. Við gerð rannsóknar er ávallt tekið mið af eldri þjónusturannsóknum, heildarstefnu, viðskiptavinastefnu, gildum og gæðastefnu fyrirtækisins, sem og þeim þáttum sem almennt skipta mestu máli varðandi ánægju og tryggð viðskiptavina.
Þekkir þú væntingar viðskiptavinanna?
Mælir viðskiptavinurinn með þér?
Hversu ánægðir eru viðskiptavinirnir?
Hvernig stendur þitt fyrirtæki sig í samanburði við samkeppnina?
Viltu vita meira?
Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt fá verðtilboð eða frekari upplýsingar um þjónustuna.