Púlsmælingar

Taktu reglulega stöðuna á þínu starfsfólki á skjótan og einfaldan máta. Með púlsmælingum getur þú mælt árangur eftir tímabilum og gripið hratt inn í ef breytingar verða á líðan starfsfólks.

77% starfsfólks vilja veita endurgjöf oftar en einu sinni á ári. Prósent

Taktu stöðuna

Púlsmælingar eru stuttar og einfaldar kannanir sem eru sendar reglulega á starfsfólk. Algengt er að mælingar séu gerðar ársfjórðungslega en sum fyrirtæki mæla allt að mánaðarlega. Þessar mælingar henta vel til að vera með puttann á púlsinum, t.d. þegar kemur að starfsánægju og helgun starfsfólks og viðhorfi til breytinga og verkefna innan fyrirtækisins.

Niðurstöður birtast á rauntíma

Samanburður á milli tímabila

Uppfærðar upplýsingar um líðan starfsfólks

Yfirsýn yfir viðhorf starfsfólks til núverandi verkefna og málefna

Mælaborð með þróun

Þú færð niðurstöðu á rauntíma í rafrænu mælaborði sem sýnir þróun á milli tímabila.

Meðmæli

Heilsa og vellíðan starfsfólksins okkar er okkur mikilvægt málefni og því skiptir miklu máli að geta tekið stöðuna á okkar fólki með vinnustaðagreiningu. Við kynntumst Prósenti fyrst þegar við vorum að vinna að ánægjukönnun viðskiptavina og sáum þá mælaborðið og hvað gögnin birtast á flottan og notandavænan hátt. Mælaborðið í vinnustaðagreiningunni hjálpaði okkur mikið við að gera okkur grein fyrir stöðu mála hjá okkur og hvaða það er sem raunverulega skiptir starfsfólkið okkar máli.
bjorgheidur albertsdottir
Björgheiður Albertsdóttir
Mannvit

Viltu vita meira?

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt fá verðtilboð eða frekari upplýsingar um þjónustuna.

Fáðu tilboð í rannsókn