Hulduheimsóknir
Er aðferð sem hentar fyrir fyrirtæki sem vilja skara fram úr í þjónustu og hafa stöðugt eftirlit með þjónustu sinni og ferlum.

Viltu skara fram úr?
Markmið hulduheimsókna (e. mystery shopping) er að taka stöðugreiningu og mæla þjónustustig fyrirtækisins. Þessi aðferðafræði er mikilvægt tæki til að vinna að umbótum og nota til árangursstjórnunar. Prósent vinnur náið með viðskiptavinum við að setja upp skilvirkt ferli, þannig að niðurstöður nýtist sem best, bæði fyrir stjórnendur og starfsfólk.
Hvenær henta hulduheimsóknir?
- Þegar þú ert með verslun, veitingastað eða aðra þjónustu
- Þegar þú ert með starfsfólk í framlínu
- Þegar þú vilt veita framúrskarandi þjónustu
- Þegar þú vilt tryggja að útlit, hreinlæti og aðkoma að þínum þjónustustað sé skv. stöðlum
- Þegar þú vilt halda öllum á tánum, tryggja gæði og hámarka sölu
Hvernig fer þetta fram?
Við mótum spurningalista, ákveðnum tíðni heimsókna, útvegum huldur, sjáum um framkvæmd og vinnum niðurstöður sem ýmist eru sendar í skýrsluformi eða settar í rafrænt mælaborð.
Ítarleg stöðugreining
Raunverulegt þjónustustig fyrirtækisins
Tæki til umbóta og árangursstjórnunar
Nýtist bæði stjórnendum og starfsfólki
Viltu vita meira?
Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt fá verðtilboð eða frekari upplýsingar um þjónustuna.