Íslenska kynslóðamælingin

Kynslóðamælingin sýnir hvað einkennir kynslóðirnar á Íslandi. Viðhorf, reynsla og hegðun fjögurra kynslóða:

  • Z kynslóðin, fædd 1997-2012
  • Y kynslóðin, fædd 1981-1996 
  • X kynslóðin, fædd 1965-1980 
  • Uppgangskynslóðin, fædd 1946-1964

Niðurstöður mælinga frá 2021, 2023 og 2025. Hægt er að fá aðgang að rafrænu mælaborði með niðurstöðum kynslóðamælingar Prósents. Taktu upplýsta ákvörðun um markaðsmál, þjónustuframboð eða stefnumótun. 

artboard 1 copy
y kynslod 68

Um rannsóknina

Niðurstöður fyrir 2025 nú fáanlegar

Í upphafi árs 2021 fórum við í ítarlega rannsókn á kynslóðamuni á Íslandi. Haldnir voru nokkrir rýnihópar  fyrir hverja kynslóð þar sem kafað var  djúpt í viðhorf mismunandi kynslóða (egindleg rannsókn). Markmiðið með rýnihópum var að móta spurningarnar sem lagðar yrðu fyrir íslensku þjóðina (megindleg rannsókn).   Það ár voru 40 spurningar lagðar fyrir Íslendinga 15 ára og eldri á öllu landinu til að komast betur að því hvað einkennir íslenskar kynslóðir og hvar mesti munurinn liggur.

Árið 2023 endurtókum við Kynslóðamælinguna og fjölguðum spurningum. Í mælaborði er því hægt að sjá þróun á ýmsum áhugaverðum spurningum frá árinu 2021

Nýjar 2025 niðurstöður eru nú fáanlegar og hefur mælaborðið aldrei verið stærra og praktískara enda höfum við þróað þessa vöru í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar.

Dæmi um framsetningu úr mælaborði

Þriðja vaktin

Hver á heimilinu sér um skipulag, hefur yfirsýn og umsjón með þeim verkefnum sem fjölskyldan þarf að sinna?
Þriðja vaktin Ísland KYnslóðamæling Prósents

Efnisflokkar og spurningar

Hér má sjá efnisflokka kynslóðamælingarinnar og hvaða spurningar tilheyra hverjum flokki.

Kynslóðamælingin byggir á 2500 svörum og eru niðurstöður vigtaðar m.t.t. kyns, aldurs og búsetu.  Aðrar bakgrunnsbreytur eru einstaklingstekjur, heimilistekjur, staða á vinnumarkaði, menntun, starf, hjúskaparstaða, fjöldi barna á heimili, áhugamál, kosningar.

  1. Hverju hefur þú áhuga á?
  2. Hversu miklar áhyggjur hefur þú af andlegri heilsu þinni?
  3. Hversu miklar áhyggjur hefur þú af líkamlegri heilsu þinni?
  4. Hversu miklar áhyggjur hefur þú af fjárhag þínum?
  5. Á heildina litið, hversu hamingjusöm/-samur eða óhamingjusöm/-samur ert þú?
  6. Hvaða aðili á heimilinu sér um skipulag, hefur yfirsýn og umsjón með þeim verkefnum sem fjölskyldan þarf að sinna?
  1. Hversu oft eða sjaldan kaupir þú kvöldmat á skyndibitastað?
  2. Hversu oft eða sjaldan kaupir þú kvöldmat á veitingastað?
  3. Hversu oft eða sjaldan kaupir þú tilbúinn kvöldmat í matvöruverslunum?
  4. Hversu oft eldar þú kvöldmat heima og úr hráefni keyptu í matvöruverslun?
  5. Hversu oft eða sjaldan eldar þú kvöldmat heima, uppskrift og hráefni frá matpakkafyrirtæki eins og Eldum rétt og Einn tveir og elda?
  6. Hversu oft eða sjaldan hefur þú fengið heimsendan kvöldmat frá skyndibitastað eða veitingastað (t.d. með Wolt, aha og Domino’s)
  7. Hvað af eftirfarandi á við þig þegar kemur að mataræði þínu?
  8. Hvernig kjöt borðar þú að jafnaði mánaðarlega eða oftar?
  9. Hvers konar óáfenga drykki færð þú þér oftar en einu sinni í mánuði að jafnaði?
  10. Hvers konar áfenga drykki færð þú þér oftar en einu sinni í mánuði að jafnaði?
  11. Hversu mörg glös af áfengi drekkur þú á viku að jafnaði?
  1. Hvaða samfélagsmiðla hefur þú notað síðastliðinn mánuð?
  2. Hvað verð þú miklum tíma á dag að jafnaði á samfélagsmiðlum?
  3. Hvaða miðla notar þú helst til að fylgjast með fréttum?
  4. Með hvaða leiðum hefur þú séð eða heyrt um vöru eða þjónustu á síðastliðnum 12 mánuðum og í kjölfarið keypt viðkomandi vöru eða þjónustu?
  5. Hvaða sjónvarpsveitu(m) og/eða sjónvarpsstöðvum ert þú með áskrift að?
  1. Hversu oft eða sjaldan kaupir þú vöru eða þjónustu á netinu að jafnaði?
  2. Hvað af eftirfarandi tæknibúnaði átt þú?
  3. Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú veljir fyrirtæki sem býður upp á vildarkerfi umfram fyrirtæki sem býður ekki upp á slíkt?
  4. Hvaða ferðamáta notar þú helst?
  5. Hvaða ferðamáta telur þú að þú munir helst nota eftir þrjú ár?
  6. Hversu oft eða sjaldan hefur þú farið til útlanda á síðastliðnum 12 mánuðum?
  7. Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú flytjir frá Íslandi á næstu árum og ætlir að dvelja í 5 ár eða lengur?  
  8. Hvað af eftirfarandi er líklegt að þú gerir á næstu 12 mánuðum?
  1. Hvaða heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun myndir þú vilja sjá lagða mesta áherslu á í íslensku samfélagi í dag?
  2. Hvað af eftirfarandi gerir þú til að huga að umhverfinu og draga úr mengun?
  3. Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af loftslagsbreytingum?
  4. Ert þú tilbúinn til að borga meira fyrir umhverfisvænni vöru?
  5. Hversu mikið eða lítið hefur lágmörkun á kolefnisspori áhrif á það hvernig þú hagar lífi þínu?
  6. Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú munir sniðganga fyrirtæki sem uppfylla ekki þínar kröfur þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð og sjálfbærni á næstu 12 mánuðum?
  7. Ég tel að á Íslandi sé ekki mismunað eftir þjóðerni  
  8. Ég tel að á Íslandi sé ekki mismunað eftir kyni
  9. Ég vil búa í fjölmenningarlegu samfélagi. 
  1. Fjölskyldan er það mikilvægasta í mínu lífi.
  2. Náin vinátta er lykillinn að góðu lífi.
  3. Hjónaband eða langtímasamband við maka er grundvöllur innihaldsríks lífs. 
  4. Ég kýs að fórna frítíma mínum til að ná lengra í starfi.
  5. Farsæll starfsferill er eitt af helstu markmiðum mínum í lífinu. 
  6. Andleg vellíðan er mér mikilvægari en peningar.
  7. Trú gegnir mikilvægu hlutverki í lífi mínu. 
  8. Ég met reynslu og persónulegan þroska meira en efnislegar eigur.
  1. Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú í vinnunni?
  2. Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af starfsöryggi þínu?
  3. Hefur þú skipt um vinnustað á síðastliðnum 12 mánuðum?
  4. Ert þú að leita að nýju starfi?
  5. Ef þú værir að leita þér að nýju starfi í dag, hvað myndi skipta þig mestu máli?
  6. Hversu líklegt eða ólíklegt telur þú að starf þitt verði tekið yfir af aukinni tækni eins og sjálfvirkni eða gervigreind á næstu 5 árum?
  7. Hversu mikið eða lítið nýtir þú þér gervigreind í starfi þínu?
  1. Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag?

Niðurstöður er hægt að fá greindar út frá eftirfarandi mörkuðum: 

  • Matvöruverslanir
  • Raftækjaverslanir 
  • Eldsneytis- og hraðhleðslustöð
  • Raforkusalar
  • Bankar
  • Tryggingar
  • Fjarskiptafyrirtæki
  • Apótek
  • Byggingavöruverslanir
  • Verslunarmiðstöðvar

Meðmæli

Kynslóðamæling Prósents er yfirgripsmikil rannsókn, en samt sem áður svo einföld í notkun.Hún hjálpar okkur að átta okkur á stóru "trendunum"og hvernig megi best höfða til markhópa. Z kynslóðin er mikilvægur markhópur hjá okkur og er ákaflega gagnlegt að geta skoðað þá kynslóð samanborið við aðrar.Við fengum líka kynningu frá Prósenti á niðurstöðum og ákváðum að gera það með starfsfólki okkar sem hafði mjög gaman af að skoða niðurstöður.
Rannsóknarfyrirtækið Prósent nálægt raunfylgi
Berglind
Markaðsstjóri

Viltu vita meira?

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt fá verðtilboð eða frekari upplýsingar um þjónustuna.

Vertu skrefi á undan – nýttu þér gögnin úr Kynslóðamælingunni