Íslenska kynslóðamælingin

Í gegnum árin höfum við fengið ýmsar spurningar frá viðskiptavinum okkar um hvað einkennir kynslóðirnar á Íslandi. Ákveðið var því að kafa djúpt í viðhorf og hegðun fjögurra kynslóða sem eru:

 • Z kynslóðin, fædd 1997-2007
 • Y kynslóðin, fædd 1981-1996 
 • X kynslóðin, fædd 1965-1980 
 • Uppgangskynslóðin, fædd 1946-1964

Nú geta fyrirtæki og stofnanir fengið aðgang að rafrænu mælaborði með niðurstöðum kynslóðamælingar Prósents til að komast að því hvað einkennir þeirra markhóp. Taktu upplýsta ákvörðun um markaðsmál, þjónustuframboð eða stefnumótun. 

artboard 1 copy
y kynslod 68

Um rannsóknina

Ákveðið var í upphafi árs 2021 að fara í ítarlega rannsókn á kynslóðamuni á Íslandi.

Haldnir voru nokkrir rýnihópar  fyrir hverja kynslóð þar sem kafað var  djúpt í viðhorf mismunandi kynslóða (egindleg rannsókn). Markmiðið með rýnihópum var að móta spurningarnar sem lagðar yrðu fyrir íslensku þjóðina (megindleg rannsókn).  

Fjörtíu spurningar voru svo lagðar fyrir Íslendinga 15 ára og eldri á öllu landinu til að komast betur að því hvað einkennir íslenskar kynslóðir og hvar mesti munurinn liggur.

Svörin byggja á um 1.600 svörum sem voru vigtuð m.t.t. kyns, aldurs og búsetu til að hægt sé að alhæfa um niðurstöður með 95% vissu. Framkvæmdatími könnunarinnar var frá júlí til september 2021.

Verð

Hér að neðan má sjá þá efnisflokka sem við könnuðum og spurningar þar undir. Hægt er að velja t.d. 5, 10 eða 15 spurningar eða einfaldlega þann fjölda spurninga sem hentar þinni starfsemi best.

 • 5 spurningar: 100.000 krónur án vsk. (20.000 krónur per spurning)
 • 10 spurningar: 170.000 krónur án vsk. (17.000 krónur per spurning)
 • 15 spurningar: 225.000 krónur án vsk. (15.000 krónur per spurning)

Hvað er innifalið?

Rafrænt mælaborð

Niðurstöður eru afhentar í rafrænu mælaborði þar sem hægt er að krosskeyra niðurstöður eftir kynslóðum, kyni, búsetu, menntun, stöðu á vinnumarkaði, tekjum, hjúskaparstöðu og fjölda barna á heimili.

Kynning á niðurstöðum

Einnig er innifalin kynning þar sem farið er yfir helstu niðurstöður.

baranabola 74v2

Efnisflokkar og spurningar

Hér má sjá efnisflokka kynslóðamælingarinnar og hvaða spurningar tilheyra hverjum flokki.

 1. Hvaða samfélagsmiðla hefur þú notað síðastliðinn mánuð?
 1. Hvaða miðla notar þú helst til að fylgjast með fréttum?
 1. Hversu oft eða sjaldan kaupir þú vöru eða þjónustu á netinu að jafnaði?
 1. Hverju hefur þú áhuga á?
 1. Telur þú þig trúaða(n) eða ekki?
 2. Í hvaða trúfélag/lífsskoðunarfélag ert þú skráð(ur)?
 1. Hversu oft eða sjaldan hefur þú keypt kvöldmat á skyndibitastað á sl. 12 mánuðum?
 2. Hversu oft eða sjaldan hefur þú keypt kvöldmat á veitingastað á sl. 12 mánuðum?
 3. Hversu oft eða sjaldan hefur þú keypt tilbúinn kvöldmat í matvöruverslun á sl. 12 mánuðum?
 4. Hversu oft eða sjaldan hefur þú eldað kvöldmat heima, hráefni keypt í matvöruverslun, á sl. 12 mánuðum?
 5. Hversu oft eða sjaldan hefur þú eldað kvöldmat heima, með uppskrift og hráefni frá matpakkafyrirtæki eins og Eldum rétt og Einn, tveir og elda?
 1. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú í vinnunni?
 2. Ef þú ættir val, hversu lengi myndir þú vilja halda áfram að starfa hjá núverandi fyrirtæki þar til þú myndir hætta til að hefja störf hjá öðru fyrirtæki eða gera eitthvað annað?
 3. Hversu miklar áhyggjur hefur þú af starfsöryggi þínu?
 1. Hvað af eftirfarandi tæknibúnaði átt þú?
 1. Ert þú jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart útilokunarmenningu?
 1. Með hvaða leiðum hefur þú séð vöru eða þjónustu auglýsta á síðastliðnum 12 mánuðum og í kjölfarið keypt viðkomandi vöru eða þjónustu?
 1. Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af líkamlegri heilsu þinni?
 2. Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af andlegri heilsu þinni?
 1. Hvaða ferðamáta notar þú helst?
 2. Hvaða ferðamáta telur þú að þú munir helst nota eftir þrjú ár?
 1. Hvaða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun myndir þú vilja sjá lagða mesta áherslu á í íslensku samfélagi í dag?
 1. Hversu miklar áhyggjur hefur þú af fjárhag þínum?
 1. Hvað af eftirfarandi gerir þú til að huga að umhverfinu og draga úr mengun?
 2. Ert þú tilbúin(n) til að borga meira fyrir umhverfisvænni vöru?
 3. Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af hlýnun jarðar?
 1. Hvað af eftirfarandi á við um þig þegar kemur að mataræði þínu?
 2. Hvaða drykki færð þú þér oftar en einu sinni í mánuði að jafnaði?
 1. Hefur þú fundið fyrir kvíða og/eða óöryggi yfir því að vera ekki með símann við höndina?
 1. Hversu líkleg(ur) eða ólíkleg(ur) ert þú til að velja vörumerki sem býður upp á vildarkerfi umfram vörumerki sem býður ekki upp á slíkt?
 1. Hversu oft eða sjaldan mælir þú með fyrirtækjum og/eða vörum sem þú ert ánægð(ur) með?
 2. Hversu oft eða sjaldan lætur þú aðra vita af óánægju þinni með fyrirtæki og/eða vörur?
 1. Hversu sammála eða ósammála ert þú því að allir á Íslandi hafi jöfn tækifæri og ekki sé mismunað, óháð kyni?
 2. Hversu sammála eða ósammála ert þú því að allir á Íslandi hafi jöfn tækifæri og ekki sé mismunað, óháð þjóðerni?
 1. Hversu mörg glös af áfengi drekkur þú á viku að jafnaði?
 1. Hversu vel eða illa telur þú íslenska menntakerfið undirbúa einstaklinga fyrir framtíðina?
 1. Hversu líklegt eða ólíklegt telur þú að starf þitt verði leyst af hólmi af aukinni tækni eins og sjálfvirkni eða gervigreind á næstu 5 árum?
 2. Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú að því að aukin tækni eins og sjálfvirkni eða gervigreind muni setja mörg störf í hættu á næstu 5 árum?
 1. Á heildina litið, hversu hamingjusöm/-samur eða óhamingjusöm/-samur ert þú?
 1. Er tryggð þín við vörumerki mikil eða lítil?
 2. Hversu miklu eða litlu máli skiptir vörumerkið þig þegar þú kaupir vöru eða þjónustu?
 1. Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af COVID-19?
 1. Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með stjórnmálaumhverfið á Íslandi í dag?

Fáðu tilboð!

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt fá tilboð í kynslóðamælingu.

Veldu þá efnisflokka sem þú hefur áhuga á og sendu til okkar.

Fáðu tilboð í kynslóðamælingu!