
Mælaborð
Við bjóðum bæði upp á hefðbundnar skýrslur sem og rafræn mælaborð þar sem þú getur fylgst með stöðu þíns vörumerkis á rauntíma.
Með sterku vörumerki getur þú aukið tryggð, sölu og markaðshlutdeild.
Við hjálpum þér að skoða vörumerkið frá öllum hliðum. Hvaða vörumerki er efst í huga neytenda? Hver er notkunin? og hvaða hugrenningatengsl hafa neytendur við vörumerkið?
Góð ímynd skiptir miklu máli og veitir fyrirtækjum ákveðið forskot. Meginmarkmið vörumerkisins er að hafa skýra aðgreiningu á markaði.
Í hverju erum við best? eða ættum að vera best í, til að geta aðgreint okkur frá samkeppninni.? Þetta eru algengar spurningar sem fyrirtæki spyrja sig að. Í okkar greiningum byrjum við á að finna þá þætti sem skipta mestu máli á þínum markaði og fyrir þitt vörumerki, hvernig þið standið í samanburði við helstu samkeppnisaðila.
Við bjóðum bæði upp á hefðbundnar skýrslur sem og rafræn mælaborð þar sem þú getur fylgst með stöðu þíns vörumerkis á rauntíma.
Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt frekari upplýsingar um þjónustuna okkar.
Eins ef þú vilt fá tilboð í rannsókn sem gæti hentað þínu fyrirtæki.