Vörumerkið

Með sterku vörumerki getur þú aukið tryggð, sölu og markaðshlutdeild.

Við hjálpum þér að skoða vörumerkið frá öllum hliðum. Hvaða vörumerki er efst í huga neytenda? Hver er notkunin? og hvaða hugrenningatengsl hafa neytendur við vörumerkið?

Góð ímynd skiptir miklu máli og veitir fyrirtækjum ákveðið forskot. Meginmarkmið vörumerkisins er að hafa skýra aðgreiningu á markaði.

67% stjórnenda skilja ekki ástæðurnar fyrir stefnu fyrirtækisins . Prósent

Vörumerkjamæling BX (Brand Experience)

Helstu kostir

Ítarlegri greining en í hefðbundnum vörumerkjamælingum. Sérsniðin ímyndarmæling að staðfærslu, markmiðum og stefnu vörumerkisins.

Brottfallsgreining
Hversu margir þekkja vörumerkið vs. hversu margir íhuga að kaupa vörumerkið vs. hversu margir eru tryggir vörumerkinu?

Samsvörunargreining
Hvaða eiginleika tengir fólk við vörumerkið? Hversu lík eru vörumerkin og hvar liggja tækifærin?

Styrkleikagreining
Hvaða eiginleikar aðgreina vörumerkið frá samkeppninni?

Aðhvarfsgreining
Hvaða áhrif hefur hver eiginleiki á vörumerkið?
Hvaða eiginleikar eru mikilvægastir til að byggja upp sterkt vörumerki? Skýr forgangsröðun.

BX-greiningin er framkvæmd í samvinnu við Qualtrics sem er í fremstu röð hvað varðar greiningar á vörumerkjum. 

Myndræn og auðskilin framsetning

Niðurstöður fyrir samkeppnisaðila

Samtals um 20 spurningar

7 bakgrunnsbreytur

Auðvelt að skoða niðurstöður eftir mismunandi markhópum.

köngulóarvefur úr vörumerkjamælingu Prósents

Köngulóarvefur

Auðvelt að sjá strax hvar styrkleikar og veikleikar vörumerkja liggja og muninn á þeim.

funnel brottfallsgreining úr vörumerkjamælingu Prósents

Brottfallsgreining

Vörumerkjatrektin sýnir hlutfall þeirra sem eiga í mismiklum tengslum við vörumerkið, t.d. hversu margir þekkja vörumerkið yfir í hversu margir nota það. 

Meðmæli

Við hjá Nova fórum í töluverða leit að góðu líkani til að mæla vörumerkið okkar. Eftir umtalsverða leit leist okkur best á BX (Brand experience) módelið frá Qualtrics í samvinnu við Prósent. Í því módeli voru ítarlegar greiningar sem voru m.a. byggðar á brottfallsgreiningu (funnel) og sýndi tengsl á milli ímyndarþátta og líkindi milli vörumerkja á okkar markaði. Þannig gátum við séð t.d. hvaða þætti við getum aðgreint okkur betur og hverjir helstu styrkleikar okkar eru í huga markaðarins alls. Ég get svo sannarlega mælt með þessu líkani og greiningu sem við fengum hjá Prósenti.
magnus arnason (1)
Magnús Árnason
Ráðgjafi

Viltu vita meira?

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt frekari upplýsingar um þjónustuna okkar.

Eins ef þú vilt fá tilboð í rannsókn sem gæti hentað þínu fyrirtæki.

Fáðu frekari upplýsingar