Erlendar rannsóknir

Við getum séð um kannanir á erlendum markaðssvæðum.

Í gegnum alþjóðlega samstarfsaðila okkar getum við verið íslenskum fyrirtækjum og stofnunum innan handar við að kanna viðhorf fólks hvar sem er í heiminum.

bannermynd

Rannsóknir á erlendum mörkuðum

Það þarf ekki að vera eins flókið og dýrt og þú heldur að kanna viðhorf, væntingar eða ánægju á meðal fólks í öðrum löndum. Í gegnum erlenda samstarfsaðila okkar getum við verið íslenskum fyrirtækjum og stofnunum innan handar við að finna rétta þýðið og sjá svo um framkvæmd rannsóknar. 

Gæði markaðsrannsókna geta skipt sköpum þegar kemur að velgengni í erlendri markaðssókn og er einstaklega mikilvægt að vanda til verka, t.d. með því að gera góða forrannsókn áður en farið er í frekari fjárfestingu.   

Er áhugi á vörunni minni?

Hvaða markaðssvæði er vænlegast til árangurs?

Hver er verðpunkturinn í USD eða Evrum?

Með hvaða hætti vill fólk helst borga fyrir þjónustuna mína?

Hvaða markaðssetning hentar á þessum markaði?

2 logo

Erlend fyrirtæki sem þurfa að rannsaka íslenskan markað

Við aðstoðum einnig erlend fyrirtæki sem þurfa að kanna viðhorf íslensku þjóðarinnar hvort sem það er í gegnum spurningakönnun, rýnihóp, djúpviðtöl eða prófanir.

Meðmæli

„Að fá Prósent með okkur í lið til að gera forrannsókn á markaði snemma í ferlinu var okkur mjög dýrmætt. Samanburðarhæfar niðurstöður frá mörgum löndum gerðu okkur kleift að átta okkur á raunverulegri þörf markaðarins og verðteygni hans. Þau hjá Prósenti veittu framúrskarandi þjónustu og traustir samstarfsaðilar þeirra tryggðu okkur áreiðanlegar niðurstöður. Mæli hiklaust með fyrir þau sem eru að leggja út í kostnaðarsama vöruþróun fyrir vöru á almennan markað.“
zerobars
Sæmundur Guðmundsson
Zerobars

Viltu vita meira?

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt fá verðtilboð eða frekari upplýsingar um þjónustuna.

Fáðu tilboð í rannsókn