
Erlend fyrirtæki sem þurfa að rannsaka íslenskan markað
Við aðstoðum einnig erlend fyrirtæki sem þurfa að kanna viðhorf íslensku þjóðarinnar hvort sem það er í gegnum spurningakönnun, rýnihóp, djúpviðtöl eða prófanir.
Við getum séð um kannanir á erlendum markaðssvæðum.
Í gegnum alþjóðlega samstarfsaðila okkar getum við verið íslenskum fyrirtækjum og stofnunum innan handar við að kanna viðhorf fólks hvar sem er í heiminum.
Það þarf ekki að vera eins flókið og dýrt og þú heldur að kanna viðhorf, væntingar eða ánægju á meðal fólks í öðrum löndum. Í gegnum erlenda samstarfsaðila okkar getum við verið íslenskum fyrirtækjum og stofnunum innan handar við að finna rétta þýðið og sjá svo um framkvæmd rannsóknar.
Gæði markaðsrannsókna geta skipt sköpum þegar kemur að velgengni í erlendri markaðssókn og er einstaklega mikilvægt að vanda til verka, t.d. með því að gera góða forrannsókn áður en farið er í frekari fjárfestingu.
Við aðstoðum einnig erlend fyrirtæki sem þurfa að kanna viðhorf íslensku þjóðarinnar hvort sem það er í gegnum spurningakönnun, rýnihóp, djúpviðtöl eða prófanir.
Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt fá verðtilboð eða frekari upplýsingar um þjónustuna.