Rýnihópar

Rýnihópar er eigindleg rannsóknaraðferð sem nýtist m.a. vel þegar þörf er á að rýna í viðfangsefni eða þegar lítið er vitað um viðfangsefnið.

Rýnihópar eru ýmist framkvæmdir fyrir eða eftir megindlega rannsókn til að kafa dýpra í niðurstöður eða til að móta spurningalista. 

30% viðskiptavina á fyrirtækjamarkaði segja að frumkvæði sé of lítið

Viðhorf markhópsins

Kanna viðhorf ólíkra markhópa

Umræða með 6-12 einstaklingum í hópi

Innsýn í skoðanir markhópsins​

Góður stuðningur við aðrar rannsóknir

Prósent býður viðskiptavinum upp á rýnihópa (focus groups) þar sem á auðveldan hátt er hægt að kanna viðhorf ólíkra markhópa til ýmissa atriða. Rýnihópar eru eigindleg (qualitative) rannsóknaraðferð sem byggist á umræðum 6-12 einstaklinga í hópi um ákveðið málefni. Með rýnihópum er hægt að fá fram mikið af upplýsingum á skömmum tíma og fá góða innsýn í skoðanir hópsins.

Hvenær hentar að vera með rýnihóp?

  • Þegar þekking á viðfangsefninu er lítil
  • Þegar þú vilt meiri innsýn og hugmyndir um viðhorf ákveðins hóps
  • Þegar þú ert í vöruþróun og vilt vita viðhorf til nýju vörunnar/þjónustunnar
  • Þegar þig vantar mat á kynningarefni, ímynd eða þjónustu

Hvernig fer þetta fram?

Ef þig vantar svör eða ert með ákveðnar hugleiðingar um þinn markhóp þá getum við hjálpað þér. Við búum til umræðuramma, boðum í rýnihópana og sjáum um framkvæmd, hvort sem hann er haldinn rafrænt eða í persónu. Við sjáum síðan um að senda gjafabréf til þátttakenda sem þakklætisvott. Þú og þitt samstarfsfólk getið fylgst með fundinum og við vinnum síðan samantekt úr niðurstöðum sem hægt er að kynna fyrir stjórnendum.

Djúpviðtöl

Við framkvæmum regulega djúpviðtöl fyrir okkar viðskiptavini, oftast sem hluta af stærra rannsóknarferli. Þar sem djúpviðtöl eru eigindleg rannsóknaraðferð og ekki hægt að alhæfa um þýði þá geta þau gefið innsýn í málefni sem vert er að rannsaka með megindlegum aðferðum. 

Djúpviðtölum er ýmist beitt sem: 

  • forrannsókn að stærri rannsókn til að móta spurningalista sem fer á fjöldann.
  • einstök rannsókn sem er skilað í skýrsluformi með handriti og samantekt.

Meðmæli

Við völdum Prósent til að vinna með okkur að yfirgripsmikilli rannsókn fyrir stafræna vegferð Keflavíkurflugvallar og sáum svo sannarlega ekki eftir því. Fagmennska, alúð og hugmyndaauðgi einkenndi samstarfið við þau og get ég hiklaust mælt með þeim.
hildur green1
Hildur Norðfjörð
ISAVIA

Viltu vita meira?

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt fá verðtilboð eða frekari upplýsingar um þjónustuna.

Fáðu tilboð í rannsókn