360° stjórnendamat

Styrktu stjórnendurna þína og búðu til öflugt teymi með 360 gráðu stjórnendamati. 360° stjórnendamat er mælitæki sem vex stöðugt í vinsældum og er í dag notað af mörgum fremstu fyrirtækjum heims.

67% stjórnenda segir að stjórnendamat styrki þá prósent

Viltu að þínir stjórnendur séu framúrskarandi?

Það sem einkennir framúrskarandi stjórnendur er að þeir sækjast stöðugt eftir endurgjöf frá öðrum til að bæta sig í starfi. 360° stjórnendamat felst í því að stjórnendur fyrirtækisins eru metnir af undirmönnum, samstarfsfélögum og yfirmönnum, auk þess sem þeir meta sig sjálfir. Matið veitir stjórnendum endurgjöf á því hvernig aðrir meta frammistöðu þeirra, sem er borið saman við sjálfsmat. Þannig fæst góð yfirsýn yfir helstu styrkleika stjórnandans og hvar tækifæri liggja til umbóta.

Mælingarnar eru vanalega gerðar á nokkrum víddum, svo sem forystuhæfni, samskiptahæfni, skipulagshæfni og heildarframmistöðu stjórnanda. Þessar mælingar eru notaðar til að styrkja stjórnendur á þeim sviðum sem þörf þykir, þróa hæfni og bera kennsl á efnilega leiðtoga. Mælinguna er einnig hægt að nota sem breytingatæki, t.d. til að hvetja til vinnuumhverfis sem einkennist af stöðugri endurgjöf.

Áður en 360° mæling er framkvæmd er mikilvægt að hafa í huga að könnunin á að vera byggð á stefnu og menningu fyrirtækis, auk þáttum úr leiðtogarannsóknum. Lykilatriði er að fá alla stjórnendur um borð og mælum við því með vinnustofu áður en mæling hefst þar sem við kynnum rannsóknina og rannsóknarmódelið og fáum stjórnendur til að stinga upp á spurningum sem tengjast stefnu og menningu fyrirtækisins.

Bætir hæfni stjórnenda

Ber kennsl á efnilega leiðtoga

Hvetur til vinnuumhverfis sem einkennist af stöðugri endurgjöf

Framúrskarandi stjórnendur leiða til aukinnar starfsánægju, sterkari teyma og þar af leiðandi ánægðari viðskiptavina.

360° stjórnendamat

Könnun sem byggir á viðurkenndu módeli og stefnu og menningu fyrirtækis er sett upp rafrænt á þeim tungumálum sem eiga við. Settar eru inn upplýsingar um hver eiga að meta hvaða stjórnanda og í framhaldinu fá matsaðilar tölvupóst fyrir hvert mat með upplýsingum um hvern eigi að meta. Þegar könnun lýkur fær hver stjórnandi ítarlega skýrslu með sínum niðurstöðum, borið saman við heildina.

Viltu vita meira?

Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt fá verðtilboð eða frekari upplýsingar um þjónustuna.

Fáðu tilboð í rannsókn