360° stjórnendamat
Könnun sem byggir á viðurkenndu módeli og stefnu og menningu fyrirtækis er sett upp rafrænt á þeim tungumálum sem eiga við. Settar eru inn upplýsingar um hver eiga að meta hvaða stjórnanda og í framhaldinu fá matsaðilar tölvupóst fyrir hvert mat með upplýsingum um hvern eigi að meta. Þegar könnun lýkur fær hver stjórnandi ítarlega skýrslu með sínum niðurstöðum, borið saman við heildina.