Aðgangur að rafrænu mælaborði
Val um að fá niðurstöður gagna í rafrænu mælaborði eða á skýrsluformi. Allt eftir því hvað hentar þér og þinni starfsemi.
Með rafrænu mælaborði getur þú síað gögn eftir bakgrunnsbreytum.
Hagkvæm og fljótleg leið þegar þig vantar að vita viðhorf þjóðarinnar.
Prósent býður viðskiptavinum upp á niðurstöður úr spurningavagni þar sem viðhorf Íslendinga, sem endurspegla lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar út frá kyni, aldri og búsetu. Um er að ræða einstaklinga, 18 ára og eldri, af öllu landinu. Valið er í hópinn með slembiúrtaki úr þjóðskrá.
Þetta er góð leið til að kanna á auðveldan hátt viðhorf almennings til ýmissa atriða sem kunna að skipta máli hverju sinni.
Öflun gagna
Um er að ræða netkönnun sem send er á könnunarhóp Prósents sem í eru Íslendingar 18 ára og eldri. Miðað er við að ná 800 til 1.000 svörum.
Bakgrunnsbreytur
Kyn, aldur, búseta, búsetuform, staða á vinnumarkaði, hjúskaparstaða, einstaklingstekjur, fjölskyldutekjur og fjöldi barna á heimili.
Vigtun gagna
Gögnin eru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið er tillit til kyns, aldurs og búsetu. Hægt er að alhæfa með 95% vissu um niðurstöður rannsóknarinnar.
Tímaáætlun
Almennt má reikna með að gagnaöflun taki um tvær vikur og að niðurstöðum sé skilað tveimur vikum eftir það.
Skýrslugerð
Ýmist er hægt að fá aðgang að mælaborði til að skoða niðurstöður eða fá skýrslu á pdf-formi.
Kynning
Kynning á niðurstöðum er innifalin.
Val um að fá niðurstöður gagna í rafrænu mælaborði eða á skýrsluformi. Allt eftir því hvað hentar þér og þinni starfsemi.
Með rafrænu mælaborði getur þú síað gögn eftir bakgrunnsbreytum.
Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt frekari upplýsingar um þjónustuna okkar.
Eins ef þú vilt fá tilboð í rannsókn sem gæti hentað þínu fyrirtæki.