Fyrirtækjamarkaður
Með góðri þjónustukönnun fær fyrirtækið að sjá hvaða þættir hafa mest áhrif á ánægju og tryggð viðskiptavina og hvar tækifærin liggja.

Þjónustukönnun á fyrirtækjamarkaði
Gott er að rýna einstaklings- og fyrirtækjaþjónustu í sitt hvoru lagi þar sem það eru oft ólíkir þættir sem skipta máli á hvorum markaðnum.
Meginmarkmið rannsóknarinnar er að kanna hvaða þættir skipta mestu máli og hafa mest áhrif á ánægju og tryggð viðskiptavina til að hægt sé að forgangsraða verkefnum til að viðhalda og efla þjónustu fyrirtækisins.
Spurningar byggðar á þjónustulíkani okkar (20 grunnspurningar)
Samanburður við fyrirtækjamarkaðinn
Fylgnigreining (hvað skiptir mestu máli)
Einfalt að setja inn eldri rannsóknargögn til að sýna þróun
Öflugt mælaborð
Meðmæli
Í störfum mínum hef ég nýtt þjónustu Prósents sérstaklega þegar kemur að því að vita stöðuna okkar á samkeppnismarkaðnum. Að auki hafa þau séð um þjónustukannanir okkar og með framsetningu á mælaborði erum við fljót að finna það sem leggja þarf áherslu á og hvað megi betur fara. Þessar rannsóknir notum við stöðugt til að vinna í að vera með ánægðustu viðskiptavinina á okkar markaði. Hjá Prósenti fáum við persónulega þjónustu og góða fagþekkingu á okkar þörfum.

Guðrún Einarsdóttir
Framkvæmdastýra Rue de net
Viltu vita meira?
Ekki hika við að hafa samband ef þú vilt fá verðtilboð eða frekari upplýsingar um þjónustuna.