28% þjóðarinnar hefur pantað á Temu


Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 1. til 12. nóvember 2024 var spurt.

  • Hefur þú pantað vöru(r) af kínversku netversluninni Temu?

28% svarenda hafa pantað á Temu og 72% hafa ekki pantað.    

 temu allir  
Mynd 1 Hefur þú pantað vörur af kínversku netversluninni Temu? Niðurstöður allra.


2% hafa pantað tíu sinnum eða oftar, 2% hafa pantað sex til níu sinnum, 9% hafa pantað tvisvar til fimm sinnum, 15% einu sinni, 13% hafa ekki pantað en hafa áhuga og 59% hafa ekki áhuga.

temu sundurliðað


Mynd 2
Hefur þú pantað vörur af kínversku netversluninni Temu? Niðurstöður allra.

Konur eru líklegri en karlar til að hafa pantað á Temu.   

temu kyn

Mynd 3 Hefur þú pantað vörur af kínversku netversluninni Temu? Niðurstöður eftir kyni.



Fólk á aldrinum 45-54 ára er líklegra en aðrir aldurshópar til að hafa pantað á Temu.

temu aldur

Mynd 4  Hefur þú pantað vörur af kínversku netversluninni Temu? Niðurstöður eftir aldri.


Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 1. til 12. nóvember 2024.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2500 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 50%

Um könnunarhóp Prósents

Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.