Samfylkingin ekki lengur marktækt stærsti flokkurinn
Prósent mælir fylgi stjórnmálaflokka vikulega þar til Alþingiskosningar munu fara fram þann 30. nóvember næstkomandi. Í nýjustu könnun okkar sem framkvæmd var dagana 25. til 31. október 2024 var spurt:
- Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag?
Af þeim sem tóku afstöðu þá myndu 22,3% kjósa Samfylkinguna, 18,5% Viðreisn, 14,4% Miðflokkinn, 14,1% Sjálfstæðisflokkinn, 11,2% Flokk fólksins, 5,8% Framsóknarflokkinn, 4,9% Pírata, 4,0% Sósíalistaflokkinn, 2,6% Vinstrihreyfinguna – grænt framboð, 1,5% Lýðræðisflokkinn, 0,5% Græningja og 0,4% Ábyrga framtíð.
Mynd 1. Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.
Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er ekki marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar sem eru með mesta og næstmesta fylgið. Samfylkingin er marktækt stærri en Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sem eru með 3. og 4. mesta fylgið. Ekki er marktækur munur á fylgi Viðreisnar og Miðflokks og Sjálfstæðisflokks
Vikmörk – 95% Öryggisbil
Samfylkingin: 19,8-24,9%
Viðreisn: 16,2-20,9%
Miðflokkurinn: 12,3-16,7
Sjálfstæðisflokkurinn: 12,1-16,4%
Flokkur fólksins: 9,4-13,3%
Framsóknarflokkurinn: 4,4-7,3
Píratar: 3,7-6,4%
Sósíalistaflokkurinn: 2,9-5,3%
Vinstri græn: 1,7-3,7%
Lýðræðisflokkurinn: 0,9-2,4%
Græningjar: 0,1-1,1%
Ábyrg framtíð: 0,1-1,0%
Mynd 2. Vikmörk fyrir fylgi flokka miðað við 95% öryggisbil.
Þegar skoðuð er þróun á fylgi síðustu vikna kemur í ljós að fylgi Samfylkingarinnar lækkar marktækt frá 7.-13. október til 25.-31. október, úr 26,3% fylgi niður í 22,3% fylgi. Viðreisn hækkar fylgi sitt marktækt á milli vikna og fer úr 15,0% fylgi í síðustu viku í 18,5% fylgi í þessari viku.
Mynd 3. Þróun á fylgi flokka á milli vikna.
Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 25 til 31. október 2024
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2400 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 50%
Um könnunarhóp Prósents
Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.