28% þjóðarinnar ætlar að halda upp á hrekkjavöku í ár

Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 14. til 21. október 2024 var spurt um hrekkjavöku:

  • Ætlar þú/fjölskylda þín að halda upp á hrekkjavöku í ár?
  • Hvernig ætlar þú/fjölskylda þín að halda upp á hrekkjavöku í ár?

    Þeir sem svöruðu játandi í spurningu um hvort haldið sé upp á hrekkjavöku fengu þessa spurningu

64% svarenda ætla ekki að halda uppá hrekkjavöku í á, 25% segjast ætla að gera það og 11% svara að þau viti það ekki.

hrekkjavaka allir

Mynd 1 Ætlar þú/fjölskylda þín að halda upp á hrekkjavöku í ár? Niðurstöður allra.

Lítil breyting er á milli ára en 2% fleiri ætla að halda upp á hrekkjavöku í ár samanborið við fyrir ári síðan.

hrekkjavaka þróun hrekkjavöku

Mynd 2 Ætlar þú/fjölskylda þín að halda upp á hrekkjavöku í ár? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu og samanburður á milli ára 2023 og 2024.

Það virðist vera sem hrekkjavaka sé hátíð barnanna.  83% af þeim sem eru með 3 eða fleiri börn á heimili
ætla að halda upp á hrekkjavöku í ár sem er marktækt fleiri en þeir sem eru með 2 börn, 1 barn eða ekkert barn á heimili.

13% þeirra sem eru ekki með barn á heimili ætla að halda upp á hrekkjavöku í ár.

hrekkjavaka börn

Mynd 3 Ætlar þú/fjölskylda þín að halda upp á hrekkjavöku í ár? Niðurstöður eftir fjölda barna á heimili.

Flestir eða 55% í aldurshópnum 35-44 ára ætla að halda upp á hrekkjavöku í ár og einungis 6% þeirra sem eru 65 ára eða eldri.

hrekkjavaka aldur

Mynd 4 Ætlar þú/fjölskylda þín að halda upp á hrekkjavöku í ár? Niðurstöður eftir aldri.

Þeir sem sögðust ætla að halda upp á hrekkjavöku í ár fengu næstu spuringu „Hvernig ætlar þú/fjölskylda þín að halda upp á hrekkjavöku í ár?  Mátti haka við allt sem við átti.

Flestir sem taka þátt í hrekkjavöku ætla að klæðast búningi eða 62%, 54% ætla að skera út grasker, 53% að taka á móti börnum sem ganga í hús, 50% ætla að skreyta innan dyra og og ganga í hús með börnum.

hvernig halda upp á hrekkjavöku

Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 14. til 21. október 2024
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2.600 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 50,8%

Um könnunarhóp Prósents

Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.