Sjálfbærniásinn 2024 Viðurkenningarhátíð

Sjálfbærniásinn: Nýr mælikvarði sem mælir viðhorf almennings til  frammistöðu íslenskra fyrirtækja í sjálfbærni kynntur

Sjálfbærniásinn er nýr mælikvarði til að meta viðhorf almennings til frammistöðu íslenskra fyrirtækja og stofnana í sjálfbærni. Niðurstöður Sjálfbærniássins 2024 verða kynntar þann 4. september kl. 9.15 í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík og fyrirtækjum sem skara fram úr veitt viðurkenning. Þessi mæling er svar við aukinni kröfu frá viðskiptavinum og öðrum hagaðilum á fyrirtæki að leggja áherslu á sjálfbærni. Að verkefninu standa Prósent, Langbrók og Stjórnvísi.

Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniásinn 2024

Viðurkenningarhátíð þar sem farið verður yfir niðurstöður mælinga 47 fyrirtækja og veittar verða viðurkenningar fyrir góðan árangur í sjálfbærni verður haldin miðvikudaginn 4. september klukkan 9.15 til 10.15 í beinu streymi.

Dagskrá 

9.15 – 9.20 – Ketill B. Magnússon, hjá Sjálfbærniskólanum í HR er fundarstjóri
9.20 – 9.25 – Trausti Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents kynnir rannsóknarmódelið og aðferðafræði.
9.30 – 10.00 Yfirferð á helstu niðurstöðum eftir fyrirtækjum og mörkuðum og afhending viðurkenninga.
10.00 – 10.15 Myndataka

Beint streymi Sjálfbærniásinn

Hægt er að fylgjast með viðburðinum í beinu streymi hér.
og á visir.is og mbl.is 

Faglegt samstarf

Kynningin fer fram í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík Öll sem hafa áhuga á sjálfbærnimálum og samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja eru hvött til að mæta og kynna sér þetta nýja mælitæki sem getur haft mikil áhrif á íslenskt atvinnulíf. Í haust mun Opni háskólinn setja upp Sjálfbærniskólann í samstarfi við Festu.

Sjálfbærniásinn er mikilvægt skref í átt að aukinni sjálfbærni í íslensku samfélagi og hvetur fyrirtæki til að standa sig enn betur í þessum mikilvægu málum.

Hér er vefur með ítarlegri upplýsingum um Sjálfbærniásinn.