Samfylkingin með mesta fylgið í lokakönnnun Prósents

Nýjasta og síðasta könnun Prósents fyrir kosningar um fylgi flokka var framkvæmd dagana 25. til 28. nóvember 2024. Framkvæmdatími var styttri en í síðustu könnunum, þ.e. 4 dagar í stað 7 daga, til að mælingin færi fram sem næst kosningadegi. Úrtakið var einnig stærra en venjulega og svörin því fleiri en í fyrri könnunum. Auk þess var orðalag spurningar annað en í vikunum á undan. Í vikunum á undan var fylgi fengið með því að setja saman niðurstöður úr tveimur spurningum. Þau sem hökuðu við veit ekki fengu aðra spurningu þar sem þau voru spurð hvaða flokk þau væru líklegust til að að kjósa ef þau þyrftu að taka afstöðu. Ákveðið var að sleppa seinni spurningunni í greiningu þessa vikuna til að mæla frekar fylgi þeirra sem hafa ákveðið hvaða flokk þau ætla að kjósa.

Spurningin þessa vikuna var: Hvaða lista ætlar þú að kjósa í alþingiskosningum sem munu fara fram þann 30. nóvember næstkomandi?

Spurningin í fyrri könnunum var : Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag?

Af þeim sem tóku afstöðu segjast 21,8% ætla að kjósa Samfylkinguna, 17,6% Viðreisn, 14,7% Sjálfstæðisflokkinn, 12,0% Miðflokkinn, 11,2% Flokk fólksins, 6,4% Framsóknarflokkinn, 5,8% Sósíalistaflokkinn, 5,5% Pírata, 3,4% Vinstri græn, 1,2% Lýðræðisflokkinn, og 0,4% Ábyrga framtíð.

fylgi flokka prósent 28. nóvember

Mynd 1. Hvaða lista ætlar þú að kjósa í alþingiskosningum sem munu fara fram þann 30. nóvember næstkomandi? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu. 

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar sem eru með mesta og næstmesta fylgið. Sjálfstæðisflokkurinn er með þriðja mesta fylgið en hann er þó ekki marktækt stærri en Miðflokkurinn sem er með fjórða mesta fylgið.

Vikmörk – 95% Öryggisbil

Samfylkingin: 20,0-23,7%
Viðreisn: 16,0-19,4%
Sjálfstæðisflokkurinn: 13,2-16,3%
Miðflokkurinn: 10,6-13,5%
Flokkur fólksins: 9,9-12,7%
Framsóknarflokkurinn: 5,3-7,5%
Sósíalistaflokkurinn: 4,8-6,9%
Píratar: 4,6-6,6%
Vinstri græn: 2,6-4,3%
Lýðræðisflokkurinn: 0,8-1,8%
Ábyrg framtíð: 0,2-0,8%

Mynd 2. Vikmörk fyrir fylgi flokka miðað við 95% öryggisbil.

Niðurstöður eftir bakgrunni

Fylgi Miðflokksins er marktækt meira hjá körlum en konum, eða 16% á móti 7%. Fylgi Viðreisnar er marktækt hærra hjá konum en körlum eða 20% á móti 16%. Auk þess eru Píratar með meira fylgi hjá konum en körlum eða 7% á móti 4%.

Þróun fylgi flokka Prósent

Mynd 3. Hvaða lista ætlar þú að kjósa í alþingiskosningum sem munu fara fram þann 30. nóvember næstkomandi? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu. Niðurstöður eftir kyni.

Fylgi Samfylkingarinnar er marktækt meira hjá aldurshópunum 25 til 34 ára og 65 ára eða eldri í samanburði við 18 til 24 ára. Fylgi Viðreisnar er marktækt meira hjá aldurshópnum 18 til 34 ára í samanburði við 55 ára og eldri. Fylgi Miðflokksins er meira hjá 45 til 64 ára en 18 til 34 ára. Fylgi Flokks fólksins er marktækt meira hjá 65 ára og eldri en hjá þeim sem yngri eru. Fylgi Pírata er marktækt meira hjá 18 til 34 ára en hjá 55 ára og eldri.

Niðurstöður könnunar Prósents um fylgi flokka eftir aldri

Mynd 4. Hvaða lista ætlar þú að kjósa í alþingiskosningum sem munu fara fram þann 30. nóvember næstkomandi? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu. Niðurstöður eftir aldri.

Þróun á fylgni milli vikna

Þegar skoðuð er þróun á fylgi flokka síðastliðnar vikur kemur í ljós að mesta hreyfingin hefur verið á fylgi þeirra fjögurra flokka sem eru með mesta fylgiðí nýjustu könnuninni, þ.e. Samfylkingunni, Viðreisn, Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum. Samfylkingin byrjaði sem allra stærsti flokkurinn með tæpt 25% fylgi á tímabilinu 14. til 24. október, fór niður á við á tímabilinu 25. október til 21. nóvember en hækkar sig marktækt á milli tímabila og endar í tæpu 22% fylgi tveimur dögum fyrir kosningar. Viðreisn var með tæpt 15% fylgi í upphafi mælinga, jók hratt við sig fylgi næstu vikurnar sem fór hæst í um 22% og er með tæp 18% í fylgi í lokakönnun. Miðflokkurinn hóf leika með tæpt 16% fylgi og endar með 12% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn var upphaflega með tæpt 14% fylgi, lækkaði marktækt á tímabilinu 8. til 21. nóvember og hækkaði að lokum fylgi sitt í tæp 15%. Flokkur fólksins er með fimmta mesta fylgið og er ekki marktækur munur á fylgi hans og Miðflokksins. Fylgi flokks fólksins hefur verið mjög stöðugt í um 11%. Sósíalistaflokkurinn mældist upphaflega með rúmt 4% fylgi en hefur aukið marktækt fylgi sitt í tæp 6%.  Ekki er marktækur munur á fylgi Framsóknarflokksins, Pírata, Vinstri grænna, Lýðræðisflokksins og Ábyrgrar framtíðar á milli tímabila.

Þróun á fylgi flokka

Mynd 5. Þróun á fylgi flokka frá 14. október til 28. nóvember 2024.

Hvaða hópar eru enn óvissir?

Þegar skoðuð eru svör við spurningunni: Hvaða lista ætlar þú að kjósa í alþingiskosningum sem munu fara fram þann 30. nóvember næstkomandi?, kemur í ljós að 12,1% svarenda svöruðu veit ekki.

Konur voru marktækt líklegri til að svara veit ekki en karlar, eða 18% á móti 7% karla. Hlutfall þeirra sem svöruðu veit ekki var marktækt lægst hjá aldurshópnum 65 ára og eldri þar sem það fór niður í 6%. Konur eru marktækt líklegri til að kjósa Viðreisn og Pírata en karlar og þau sem eru yngri líklegri til að kjósa flokkana en þau sem eldri eru sem gefur til kynna að þessir flokkar gætu fengið aðeins meira fylgi en kannanir sýna þegar tekið er upp úr kjörkössunum.

25. 28. nóv. mynd6

Mynd 6. Þau sem völdu flokk á móti þeim sem svöruðu veit ekki í spurningunni: Hvaða lista ætlar þú að kjósa í alþingiskosningum sem munu fara fram þann 30. nóvember næstkomandi? Eftir kyni.

Hlutfall þeirra sem svöruðu veit ekki var markækt lægst hjá aldurshópnum 65 ára og eldri þar sem það fór niður í 6%. Konur eru markækt líklegri til að kjósa Viðreisn og Pírata en karlar og þau sem yngri eru líklegri en að kjósa flokkana en þau sem eldri eru sem gefur til kynna að þessir flokkar gætu fengið aðeins meira fylgi þegar tekið er upp úr kjörkössunum.

Veit ekki fylgi flokka eftir aldri Prósent

Mynd 7. Þau sem völdu flokk á móti þeim sem svöruðu Veit ekki í spurningunni: Hvaða lista ætlar þú að kjósa í alþingiskosningum sem munu fara fram þann 30. nóvember næstkomandi? Eftir aldri

Hversu viss ertu að þú kjósir þinn flokk?

Þátttakendur sem tóku afstöðu til flokka voru spurðir um vissu um ætlun sína til að kjósa flokkinn. Spurningin var svohljóðandi: Hversu viss ert þú um að þú ætlir að kjósa {nafn flokks} í næstu þingkosningum? Meðalvissa þátttakenda var 90%. Marktækur munur var á vissu eftir flokkum. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins voru marktækt vissari en kjósendur annarra flokka eða 95% vissir. Kjósendur Pírata voru marktækt minna vissir en kjósendur flestra annarra flokka eða 84% vissir. Þessar niðurstöður gætu bent til þess að Sjálfstæðisflokkurinn fái aðeins meira fylgi úr kjörkössunum en könnunin bendir til auk þess sem Píratar gætu endað með aðeins minna fylgi.

Vissa stjórnmálaflokka Prósent

Mynd 8. Hversu viss ert þú um að þú ætlir að kjósa {nafn flokks} í næstu þingkosningum? Eftir fylgi flokka. Mynd til hægri sýnir meðalvissu í prósentum.

Þegar þau sem svöruðu veit ekki voru spurð hvern þau væru líklegust til að kjósa á laugardaginn völdu um 30% þeirra sem tóku afstöðu til flokka Viðreisn, um 18% Samfylkinguna, um 10% Miðflokkinn, tæp 10% Flokk fólksins og 32% aðra flokka. Ef svörum óvissra hefði verið bætt við greininguna á fylgi flokka hefði Viðreisn bætt við sig einu prósenti í fylgi á kostnað annarra flokka.

Annar valkostur

Allir þátttakendur sem völdu flokk í spurningunni um fylgi voru einnig spurðir hvaða flokkur væri þeirra annar valkostur. Spurningin var eftirfarandi: Ef flokkurinn sem þú ætlar að kjósa (valinn flokkur) væri ekki í framboði í alþingiskosningum, hvaða flokk myndir þú kjósa í staðinn?

Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar völdu 21,2% Viðreisn, 17,7% Samfylkinguna, 11,7% Miðflokkinn, 9,7% Pírata, 9,0% Flokk fólksins, 8,9% Sjálfstæðisflokkinn, 8,7% Sósíalistaflokkinn, 6,5% Framsóknarflokkinn, 3,5% Vinstri græn,2,9% Lýðræðisflokkinn og 0,3% Ábyrga framtíð.

Þessar niðurstöður gætu verið vísbendingar um að ef kjósendum snýst hugur myndu Píratar, Viðreisn og Sósíalistaflokkurinn helst auka við sig fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Flokkur fólksins helst tapa fylgi.

FlokkarAnnar valkosturFylgiMunur
Samfylkinguna17,7%21,8%-4,1%
Viðreisn21,2%17,6%3,6%
Sjálfstæðisflokkinn8,9%14,7%-5,8%
Miðflokkinn11,7%12,0%-0,3%
Flokk fólksins9,0%11,2%-2,2%
Framsóknarflokkinn6,5%6,4%0,1%
Sósíalistaflokkinn8,7%5,8%2,9%
Pírata9,7%5,5%4,2%
Vinstri græn3,5%3,4%0,1%
Lýðræðisflokkinn2,9%1,2%1,7%
Ábyrga framtíð0,3%0,4%-0,1%

Mynd 9. Fylgi flokka, annar valkostur og hlutfallslegur munur.

Kjörsókn 2021

Upplýsingar um kjörsókn í alþingiskosningum 2021 sem aðgengilegar eru inni á vef Hagstofunnar sýna að nokkur munur er á kjörsókn eftir aldri. Kjörsókn hjá yngstu aldurshópunum árið 2021 var í kringum 70% en fór upp í tæp 90% hjá þeim elstu. Ef kjörsóknin verður svipuð eftir aldri í ár gæti það gefið til kynna að flokkar sem eru með meira fylgi hjá þeim sem eldri eru gætu endað með meira fylgi. Á það helst við um Flokk fólksins. Aftur á móti gætu flokkar sem eru með meira fylgi hjá þeim sem yngri eru endað með minna fylgi. Á það helst við Pírata og Viðreisn.

Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 25. til 28. nóvember 2024.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 4500 (einstaklingar 18 ára og eldri).
Svarhlutfall: 53%.

Um könnunarhóp Prósents

Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.