Kulnun Íslendinga 2024 – Kynning hjá Dokkunni


Prósent kynnir niðurstöður úr rannsókn á kulnun Íslendinga, fimmtudaginn 5. desember klukkan 9:00 -9:45 á fjarfundi hjá Dokkunni.

Um 1 af hverjum 10 starfsmanna á íslenska vinnumarkaðnum upplifir einkenni kulnunar og má þar nefna að einkenni kulnunar hafa aukist marktækt hjá körlum frá árinu 2023. Þetta er m.a. kom fram í síðustu rannsókn okkar. Farið verður yfir hvaða starfstengdu þættir gætu verið ástæður streitu og álags, auk þess hvort að aðrir þættir í lífinu geti haft áhrif. Þessar breytur eru nýjar í niðurstöðum rannsóknar okkar árið 2024.

Skráning hjá Dokkunni
Dokkan er þekkingar- og tengslanet alls mannauðs aðildarfyrirtækjanna og virkar þannig að fyrirtæki og stofnanir gerast áskrifendur að Dokkunni. Um leið og vinnustaður er orðinn aðili fæst aðgangur að öllum Dokkufundum honum að kostnaðarlausu. Skráning fyrir aðildarfyrirtæki Dokkunnar hér