Fleiri versla við erlendar netverslanir nú en fyrir þremur árum
Um netverslunarpúls Prósents
Prósent hefur síðan í mars 2021 mælt mánaðarlega kauphegðun Íslendinga á netinu. Verkefnið hófst sem samstarfsverkefni SVÞ (Samtök verslunar og þjónustu), RSV (Rannsóknarsetur verslunarinnar) og Prósents árið 2021. 200 svörum Íslendinga á aldrinum 18 ára og eldri, sem valdir eru af handahófi er safnað saman í hverjum mánuði og í dag byggjast niðurstöður á um 10.000 svörum Íslendinga. Í mælaborðinu má finna niðurstöður fjölda spurninga sem snúa að netverslun Íslendingar. Hér eru dæmi um nokkrar:
Síðast þegar þú verslaðir á netinu, var það við innlend eða erlenda vefverslun?
Þegar mælingar hófust í mars 2021 höfðu 70% svarenda verslað síðast við innlenda vefverslun og 30% við erlenda vefverslun. Þess má geta að á þessum tíma vorum við í miðjum Covid faraldri. Nú þremur og hálfu ári síðar er hlutfallið 58% sem versluðu síðast við innlenda vefverslun og 42% við erlenda vefverslun.
Mynd 1 Síðast þegar þú verslaðir á netinu, var það við innlenda eða erlenda vefverslun? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.
Konur versla marktækt frekar við innlenda vefverslun en karlar. 63% kvenna segist hafa verslað síðast í innlendri vefverslun en 52% karla.
Mynd 2 Síðast þegar þú verslaðir á netinu, var það við innlenda eða erlenda vefverslun? Niðurstöður fyrir árið 2024 eftir kyni.
Þau sem eru 18-24 ára eru líklegri en aðrir aldurshópar til að versla í erlendum vefverslunum. 57% svarenda 18-24 ára versluðu síðast við erlenda netverslun en 37% svarenda 65 ára eða eldri.
Mynd 3 Síðas þegar þú verslaðir á netinu, var það við innlenda eða erlenda vefverslun? Niðurstöður fyrir 2024 eftir aldri.
Hver er helsta ástæðan fyrir því að þú valdir að versla við innlenda vefverslun síðast?
Þegar spurt er hver sé helsta ástæðan fyrir því að svarendur völdu að versla við innlenda vefverslun eru helstu ástæðurnar þær að vefverslunin bjóði upp á vöruúrval sem henti, að vara fáist aðeins í innlendri vefverslun og að svarendur vilji styðja við íslenska verslun.
Mynd 4 Hver er helsta ástæðan fyrir því að þú valdir að versla við innlenda vefverslun síðast? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu árið 2024.
Hver er helsta ástæðan fyrir því að þú valdir að versla við erlenda vefverslun síðast?
Helstu ástæður fyrir að verslað var við erlenda vefverslun síðast er að varan er ódýrari en í innlendri vefverslun og að varan fékkst aðeins í erlendri vefverslun og hún bauð upp á vöruúrval sem hentaði.
Mynd 5 Hver er helsta ástæðan fyrir því að þú valdir að versla við erlenda vefverslun síðast? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu árið 2024.
Síðast þegar þú verslaðir á netinu, hvaða tæki notaðir þú við kaupin?
58% svarenda nota snjallsíma þegar þeir versla á netinu, 23% fartölvu, 13% borðtölvu og 6% spjaldtölvu.
Mynd 6 Hver er helsta ástæðan fyrir því að þú valdir að versla við innlenda vefverslun síðast? Niðurstöður 2024 og þeirra sem tóku afstöðu.
Framkvæmd
- Gagnasöfnun hófst í mars 2021 og stendur enn yfir
- Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
- 200 svörum einstaklinga á aldrinum 18 ára og eldri er safnað í hverjum mánuði. Útsendingar fara fram nokkrum sinnum í mánuði.
- Handahófskennt úrtak.
Meira um netverslunarpúlsinn hér.
Um könnunarhóp Prósents
Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.