
Okkur vantar sérfræðing í hópinn
Við erum að bæta í hópinn og vantar talnaspeking með mikla greiningarhæfileika.
Viltu verða hluti af okkur í Prósenti sem er vaxandi fyrirtæki sem starfar fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Við leggjum mikla áherslu á fagleg og vönduð vinnubrögð, skipulagshæfileika og framúrskarandi samskiptahæfni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Uppsetning, utanumhald og framkvæmd eigindlegra og megindlegra rannsókna
- Mótun á aðferðafræði og gerð spurninga
- Greining og framsetning gagna
- Verkefnastjórn og samskipti við viðskiptavini
- Umsjón með könnunarhópum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi (t.d. viðskiptafræði, markaðsfræði, sálfræði, tölfræði eða mannauðsstjórnun)
- Áhugi og skilningur á grunntölfræði
- Góð hæfni í framsetningu gagna í töflum og myndum
- Nákvæmni og athygli á smáatriðum
- Góðir skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
- Áhugi á markaðsfræði kostur
Fríðindi í starfi
- Möguleiki á sveigjanlegum vinnutíma og að vinna að hluta til í fjarvinnu.
Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst 2024.
Vinsamlegast sækið um á Alfreð .
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.