Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 19 til 24. júlí 2024 voru Íslendingar spurðir eftirfarandi spurninga:
- Ætlar þú að fylgjast með Ólympíuleikunum sem munu fara fram í París í Frakklandi dagana 26. júlí til 11. ágúst næstkomandi?
41% svarenda ætlar að fylgjast með Ólympíuleikunum 2024, 33% ætla ekki að fylgjast með og 27% hafa ekki gert upp hug sinn.
Mynd 1. Ætlar þú að fylgjast með Ólympíuleikjunum sem munu fara fram í París í Frakklandi dagana 26. júlí til 11. ágúst næstkomandi?
Flestir í aldurshópnum 65 ára og eldri ætla að fylgjast með Ólympíuleikunum 2024 eða 47% og mælist það hlutfall lægst í yngsta aldurshópnum eða 30%.
Mynd 2. Ætlar þú að fylgjast með Ólympíuleikjunum sem munu fara fram í París í Frakklandi dagana 26. júlí til 11. ágúst næstkomandi? Svör eftir aldri.
46% karla svara að þeir ætli að fyljgast með Ólympíuleikunum og 35% kvenna og er það marktækur munur á milli kynja.
Mynd 3. Ætlar þú að fylgjast með Ólympíuleikjunum sem munu fara fram í París í Frakklandi dagana 26. júlí til 11. ágúst næstkomandi? Svör eftir kyni.
Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 19. til 24. júlí 2024.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 1.850 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall 49%
Nánari upplýsingar veitir Edda Sólveig Gísladóttir, sérfræðingur Prósents í síma 612 7774 eða á edda@prosent.is.
Um könnunarhóp Prósents
Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.