58% þjóðarinnar hlynnt því að nýtt námsmat, Matsferill verði tekin upp í grunnskólum

Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 16. apríl til 8. maí 2025 spurðum við þjóðina eftirfarandi spurningar um matsferil:


Mennta- og barnamálaráðherra lagði nýlega fram frumvarp um nýtt námsmat, Matsferil, sem er meðal annars ætlað að koma í stað gömlu samræmdu prófanna. Ný samræmd próf í íslensku og stærðfræði yrðu skyldubundin í 4., 6., og 9. bekk. Matsferill myndi einnig bjóða kennurum upp á fjölbreytt verkfæri til reglulegra mælinga á námsárangri.

  • Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að nýtt námsmat, Matsferill, verði tekið upp í
    grunnskólum landsins?

58% þjóðarinnar eru hlynnt nýju námsmati, 27% svara hvorki né og 15% eru andvíg.

matsferill allir

Mynd 1. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að nýtt námsmat, Matsferill, verði tekið upp í grunnskólum landsins? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.


Marktækt fleiri konur eða 64% eru hlynntar nýju matsferli en 53% karla.

matsferill kyn

Mynd 2. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að nýtt námsmat, Matsferill, verði tekið upp í grunnskólum landsins? Niðurstöður eftir kyni.

Flestir sem eru hlynntir nýju námsmati eru á aldrinum 35-54 ára og fæstir á aldrinum 18-24 ára.

matsferill aldur

Mynd 3. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að nýtt námsmat, Matsferill, verði tekið upp í grunnskólum landsins? Niðurstöður eftir aldri.

Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 16. til 30. apríl 2025.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2.200 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 51%

Um könnunarhóp Prósents
Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.