29% þjóðarinnar tekur lýsi daglega

Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 16. til 30. apríl 2025 spurðum við þjóðina eftirfarandi spurningar:

  • Tekur þú lýsi?
    Hér er átt við ýmist í fljótandi formi eða perluformi.

29% svarenda tekur lýsi daglega, 26% sjaldnar en daglega og 45% tekur aldrei lýsi.

lýsi alli samsett

Mynd 1. Tekur þú lýsi? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.

65 ára og eldri eru marktækt líklegri en allir aðrir aldurshópar til að taka lýsi daglega.
44% þeirra sem eru 65 ára og eldri taka lýsi daglega en 21% þeirra sem eru 18-24 ára.

lýsi aldur

Mynd 2. Tekur þú lýsi? Niðurstöður eftir aldri.


Konur eru marktækt líklegri en karlar til að taka aldrei lýsi, 49% kvenna tekur aldrei lýsi og 41% karla.

lýsi kyn

Mynd 3. Tekur þú lýsi? Niðurstöður eftir kyni.


Þau sem eru með grunnskólapróf taka síður lýsi en þau sem eru með framhaldsnám í háskóla. 53% þeirra sem eru með grunnskólapróf taka aldrei lýsi og 38% þeirra sem hafa lokið framhaldsnámi í háskóla. 

lýsi menntun

Mynd 4. Tekur þú lýsi? Niðurstöður eftir menntun.

Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 16. til 30. apríl 2025.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2.200 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 51%

Um könnunarhóp Prósents
Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.