Minnihluti stjórnenda finnst jafnlaunavottun mikilvæg

Stórnendakönnun Prósents


Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 26 mars. til 28. apríl 2025 meðal stjórnenda spurðum við

  • Hversu mikilvæg eða lítilvæg þykir þér jafnlaunavottun fyrir fyrirtæki á Íslandi?

31% stjórnenda finnst jafnlaunavottun vera mikilvæg fyrir fyrirtæki á Íslandi, 17% finnst hún hvorki mikilvæg né lítilvæg og 52% finnst hún lítilvæg.

mikilvægi janflaunavottunar allir


Mynd 1. Hversu mikilvæg eða lítilvæg þykir þér jafnlaunavottun fyrir fyrirtæki á Íslandi? Svör þeirra sem tóku afstöðu.


Stjórnendur voru einnig spurðir hvort fyrirtæki þeirra væru með jafnlaunavottun eða ekki. 87% svarenda
fyrirtækja sem eru með 51 starfsfólk eða fleiri eru með jafnlaunavottun og 13% ekki.

votunn já nei

Mynd 2. Er fyrirtæki þitt með jafnlaunavottun. Svör eftir fjölda starfsfólks.


41% þeirra stjórnenda sem eru með jafnlaunavottun telja hana mikilvæga, 16% stjórnenda svara hvorki né
og 43% telja hana lítilvæga.

vottun og viðhorf

Mynd 3. Hversu mikilvæg eða lítilvæg þykir þér jafnlaunavottun fyrir fyrirtæki á Íslandi? Eftir því hvort að fyrirtækið sé með jafnlaunavottun eða ekki.

Stjórnendur fyrirtækja sem eru með 1-5 starfssfólk finnst jafnlaunavottun mikilvægari en stjórnendur
fyrirtækja sem eru með 6-50 starfsfólk.

jafnlaunavottun fjöldi starfsfólks

Mynd 4. Hversu mikilvæg eða lítilvæg þykir þér jafnlaunavottun fyrir fyrirtæki á Íslandi? Eftir fjölda starfsfólks.


Stjórnendur fyrirtækja sem starfa á neytendamarkaði finnst jafnlaunavottun mikilvægari en þau sem eru á
fyrirtækjamarkaði.

jafnlaunavottun bc b2b

Mynd 5. Hversu mikilvæg eða lítilvæg þykir þér jafnlaunavottun fyrir fyrirtæki á Íslandi? Eftir því hvort fyrirtæki starfar á neytenda- eða fyrirtækjamarkaði.

Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 26 mars. til 28. apríl 2025.
Aðferð: Netkönnun meðal stjórnendahóps Prósents.
Úrtak: 1400
Svarhlutfall: 52%

Um stjórnendahóp Prósents
Þátttakendur eru stjórnendur lítilla, meðalstórra og stórra fyrirtækja á Íslandi (forstjórar, framkvæmda- og
fjármálastjórar). Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng
þátttakenda.