Meirihluti telur að árið 2025 verði betra en nýliðið ár

Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 15. til 28. janúar 2025 spurðum við eftirfarandi spurninga:

  • Strengir þú áramótaheit?
  • Hversu gott eða slæmt fannst þér árið 2024?
  • Telur þú að árið 2025 verði betra eða verra fyrir þig í samanburði við árið 2024?

Strengir þú áramótaheit?

20% þjóðarinnar strengja áramótaheit sem eru marktækt færri en síðustu áramót þegar 24% strengdu áramótaheit.

image

Mynd 1. Strengir þú áramótaheit? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.

Fleiri konur en karlar strengja áramótaheit eða 23% kvenna og 17% karla. Auk þess strengja þau sem eru á aldrinum 18 til 34 ára frekar áramótaheit en þau sem eldri eru.

image
image

Mynd 2. Strengir þú áramótaheit? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu. Niðurstöður eftir kyni og aldri

Hversu gott eða slæmt fannst þér árið 2024?

55% þjóðarinnar fannst árið 2024 gott, 22% fannst það hvorki gott né slæmt og 23% fannst það slæmt. Ekki er marktækur munur á viðhorfi þátttakenda til nýliðins árs í samanburði við viðhorf þátttakenda í könnun sem varð gerð fyrir ári síðan.

image

Mynd 3. Hversu gott eða slæmt fannst þér árið 2024? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu. Valmöguleikar hafa verið sameinaðir.

Ekki er marktækur munur á viðhorfi til nýliðins árs eftir kyni. Þau sem eru á aldrinum 18 til 34 ára fannst nýliðið ár vera betra en þau sem eru á aldrinum 45-54 ára. Tekjuhærri hópum fannst árið betra en tekjulægri hópum.

image
image

Mynd 4. Hversu gott eða slæmt fannst þér árið 2024? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu. Valmöguleikar hafa verið sameinaðir. Niðurstöður eftir aldri og einstaklingstekjum.

Telur þú að árið 2025 verði betra eða verra fyrir þig í samanburði við árið 2024?

53% telja að árið 2025 verði betra í samanburði við nýliðið ár, 39% telja að það verði hvorki betra né verra og 8% að það verði verra. Ekki er marktækur munur á viðhorfi þátttakenda til nýs árs í samanburði við viðhorf þátttakenda í könnun sem varð gerð fyrir ári síðan.

image

Mynd 5. Telur þú að árið 2025 verði betra eða verra fyrir þig í samanburði við árið 2024? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu. Valmöguleikar hafa verið sameinaðir.

58% kvenna telja að 2025 verði betra en afstaðið ár en 48% karla.
Þau sem eru á aldrinum 25 til 34 ára telja að árið verði betra en allir aðrir aldurshópar en 35 til 44 ára.

image
2025 aldur

Mynd 6. Telur þú að árið 2025 verði betra eða verra fyrir þig í samanburði við árið 2024? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu. Valmöguleikar hafa verið sameinaðir. Niðurstöður eftir kyni og aldri.

Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 15. til 28. janúar 2025.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2.300 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 51%