
Gular baunir, maísbaunir eða maískorn?
Eftir ítrekaðar heitar umræður í hádegismat, ákváðum við starfsfólk Prósents að útkljá deiluna okkar og spurðum við þjóðina, dagana 5. til 17. febrúar 2025 eftirfarandi spurningar.

Ef við skoðum ORA dós, sem hefur í gegnum áratugi verið keypt inn á mörg íslensk heimili þá
sjáum við að fyrirbrigðið á myndinni er að sjálfsögðu, maískorn.

Maður hefði því haldið að flestir myndu haka við svarmöguleikann „maískorn“ án nokkurs vafa. Mælingar okkar sýna hins vegar að 63% þjóðarinnar kallar þetta gular baunir, 24% kalla þetta maísbaunir, 11% maískorn og 2% kalla þetta annað.

Áhugavert er að skoða þessar niðurstöður niður á bakgrunnsbreytur því marktækt flestir í
aldurshópnum 65 ára og eldri eða 30% vita að þetta eru maískorn en enginn svarar þessu rétt í aldurshópnum 18-24 ára.

Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 5. til 17. febrúar 2025.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2.300 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 50%
Um könnunarhóp Prósents
Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp
Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng
þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um
þær með 95% vissu.