55% stjórnenda telja að gervigreind muni hafa jákvæð áhrif á reksturinn á næstu þremur árum

Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 5. til 28. nóvember 2024 meðal stjórnenda spurðum við eftirfarandi spurninga:

  • Hversu mikið eða lítið nýtir þú þér gervigreind við dagleg störf þín?
  • Telur þú að gervigreind muni hafa jákvæð eða neikvæð áhrif á rekstur þíns fyrirtækis á næstu þremur árum?
  • Telur þú að starfsfólki hjá þínu fyrirtæki muni fjölga eða fækka á næstu þremur árum vegna aukinnar notkunar gervigreindar?
  • Hvers konar áhyggjur hefur þú af notkun gervigreindar í íslensku atvinnulífi?

Hversu mikið eða lítið nýtir þú þér gervigreind við dagleg störf þín?

13% stjórnenda nýta sér gervigreind mikið við dagleg störf sín, 9% nýta sér hana hvorki mikið né lítið, 37% lítið og 41% ekkert.

image

Mynd 1. Hversu mikið eða lítið nýtir þú þér gervigreind við dagleg störf þín? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu. Valmöguleikar hafa verið sameinaðir.

Stjórnendur sem starfa í atvinnugreininni upplýsingar og fjarskipti nýta sér meira gervigreind en stjórnendur í flestum öðrum atvinnugreinum. 35% stjórnenda í upplýsingum og fjarskiptum nýta sér gervigreind mikið.

image

Mynd 2. Hversu mikið eða lítið nýtir þú þér gervigreind við dagleg störf þín? Niðurstöður eftir atvinnugreinum. Valmöguleikar hafa verið sameinaðir.

Stjórnendur í Reykjavík nýta sér meira gervigreind en stjórnendur í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og á landsbyggðinni. 18% stjórnenda í Reykjavík nýta sér gervigreind mikið.

image

Mynd 3. Hversu mikið eða lítið nýtir þú þér gervigreind við dagleg störf þín? Niðurstöður eftir aðsetri. Valmöguleikar hafa verið sameinaðir.

Telur þú að gervigreind muni hafa jákvæð eða neikvæð áhrif á rekstur þíns fyrirtækis á næstu þremur árum?

55% stjórnenda telja að gervigreind muni hafa jákvæð áhrif á reksturinn, 39% telja að hún muni hafa hvorki jákvæð né neikvæð áhrif og 6% telja að hún muni hafa neikvæð áhrif.

image

Mynd 4. Telur þú að gervigreind muni hafa jákvæð eða neikvæð áhrif á rekstur þíns fyrirtækis á næstu þremur árum? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu. Valmöguleikar hafa verið sameinaðir.

Stjórnendur sem nota gervigreind mikið við dagleg störf sín telja að hún muni hafa mun jákvæðari áhrif á rekstur fyrirtækisins en þeir stjórnendur sem nota gervigreind hvorki mikið né lítið, lítið eða ekkert. 95% þeirra sem nota gervigreind mikið telja að hún muni hafa jákvæð áhrif en 24% þeirra sem nota hana ekkert.

image

Mynd 5. Telur þú að gervigreind muni hafa jákvæð eða neikvæð áhrif á rekstur þíns fyrirtækis á næstu þremur árum? Niðurstöður eftir því hvort að stjórnendur noti gervigreind mikið eða lítið við dagleg störf sín. Valmöguleikar hafa verið sameinaðir.

Stjórnendur á fyrirtækjamarkaði telja að gervigreind muni hafa jákvæðari áhrif á reksturinn en stjórnendur á neytenda og neytenda- og fyrirtækjamarkaði.

image

Mynd 6. Telur þú að gervigreind muni hafa jákvæð eða neikvæð áhrif á rekstur þíns fyrirtækis á næstu þremur árum? Niðurstöður eftir markaði. Valmöguleikar hafa verið sameinaðir.

Telur þú að starfsfólki hjá þínu fyrirtæki muni fjölga eða fækka á næstu þremur árum vegna aukinnar notkunar gervigreindar?

10% stjórnenda telja að starfsfólki muni fjölga á næstu þremur árum vegna aukinnar notkunar gervigreindar, 80% að það muni standa í stað og 10% að því muni fækka.

image

Mynd 7. Telur þú að starfsfólki hjá þínu fyrirtæki muni fjölga eða fækka á næstu þremur árum vegna aukinnar notkunar gervigreindar? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu. Valmöguleikar hafa verið sameinaðir.

Hvers konar áhyggjur hefur þú af notkun gervigreindar í íslensku atvinnulífi?

49% stjórnenda höfðu áhyggjur af skorti á mannlega þættinum í ákvarðanatöku, 44% að gervigreind væri notuð til ills, 36% höfðu áhyggjur af áreiðanleika niðurstaðna í gervigreindarkerfum, 33% af persónuvernd og gagnaöryggi og 16% af breytingu á störfum. 17% stjórnenda hafa engar áhyggjur af notkun gervigreindar í íslensku atvinnulífi.

image

Mynd 8. Hvers konar áhyggjur hefur þú af notkun gervigreindar í íslensku atvinnulífi? Fjölvalsspurning. Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.

Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 5. til 28. nóvember 2024.
Aðferð: Netkönnun meðal stjórnendahóps Prósents.
Úrtak: 1200 (einstaklingar 18 ára og eldri).
Svarhlutfall: 52%.

Um stjórnendahóp Prósents

Þátttakendur eru stjórnendur lítilla, meðalstórra og stórra fyrirtækja á Íslandi (forstjórar, framkvæmda- og fjármála­stjórar). Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda.