45% eru hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu og 58% hlynnt atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður
Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 17. til 31. desember 2024 spurðum við eftirfarandi spurninga:
- Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú atkvæðagreiðslu um hvort að Ísland hefji aftur aðildarviðræður við Evrópusambandið?
- Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú aðild Íslands að Evrópusambandinu?
- Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú upptöku nýs gjaldmiðils á Íslandi í stað íslensku krónunnar?
Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú atkvæðagreiðslu um hvort að Ísland hefji aftur aðildarviðræður við Evrópusambandið?
58% þjóðarinna er hlynnt atkvæðagreiðslu um hvort að Ísland hefji aftur aðildarviðræður við Evrópusambandið, 27% eru andvíg og 15% eru hvorki hlynnt né andvíg.
Mynd 1. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú atkvæðagreiðslu um hvort að Ísland hefji aftur aðildarviðræður við Evrópusambandið? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu. Valmöguleikar hafa verið sameinaðir.
Flestir sem eru hlynntir atkvæðagreiðslu kusu Pírata eða 85% og fæstir þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn eða 16%.
Mynd 2. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú atkvæðagreiðslu um hvort að Ísland hefji aftur aðildarviðræður við Evrópusambandið? Niðurstöður eftir því hvaða flokk svarendur kusu í síðustu alþingiskosningum. Valmöguleikar hafa verið sameinaðir.
Flestir eru hlynntir atkvæðagreiðslu í aldurshópnum 45-54 ára eða 65% svarenda, fæstir eru hlynntir atkvæðagreiðslu í aldurshópnum 18-24 ára eða 50%.
Mynd 3. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú atkvæðagreiðslu um hvort að Ísland hefji aftur aðildarviðræður við Evrópusambandið? Niðurstöður eftir aldri. Valmöguleikar hafa verið sameinaðir.
Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú aðild Íslands að Evrópusambandinu?
45% svarenda eru hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu, 35% eru andvíg og 20% eru hvorki andvíg né hlynnt.
Mynd 4. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú aðild Íslands að Evrópusambandinu? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu. Valmöguleikar hafa verið sameinaðir.
Flestir eru andvígir aðild að Evrópusambandinu sem eru á eftirlaunum eða 43% og 41% atvinnurekanda/sjálfstætt starfandi.
Mynd 5. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú aðild Íslands að Evrópusambandinu? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu? Niðurstöður eftir stöðu á vinnumarkaði. Valmöguleikar hafa verið sameinaðir.
Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú upptöku nýs gjaldmiðils á Íslandi í stað íslensku krónunnar?
53% eru hlynnt upptöku nýs gjaldmiðils á Íslandi í stað íslensku krónunnar, 27% eru andvíg og 20% eru hvorki hlynnt né andvíg.
Mynd 6. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú upptöku nýs gjaldmiðils á Íslandi í stað íslensku krónunnar? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu. Valmöguleikar hafa verið sameinaðir.
86% þeirra sem eru hlynnt aðild að ESB eru einnig hlynnt upptöku nýs gjaldmiðils, 17% þeirra sem eru andvíg aðild að ESB eru hlynnt upptöku nýs gjaldmiðils og 41% þeirra sem eru hvorki hlynnt né andvíg aðild að ESB eru hlynt upptöku nýs gjaldmiðils.
Mynd 7. Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú upptöku nýs gjaldmiðils á Íslandi í stað íslensku krónunnar? Niðurstöður eftir afstöðu til aðildar að ESB.
Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 17. til 31. desember 2024.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 5000 (einstaklingar 18 ára og eldri).
Svarhlutfall: 50%.
Um könnunarhóp Prósents
Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.