22% kjósenda tóku afstöðu á kjördegi í kosningum til alþingis 30. nóvember 2024

Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 17. til 31. desember 2024 spurðum við eftirfarandi spurninga:

  • Hvenær tókst þú ákvörðun um að þú ætlaðir að kjósa flokkinn (flokkur kosinn) í alþingiskosningunum?

35% svarenda tóku ákvörðun um hvaða flokk þau myndu kjósa meira en mánuði fyrir kjördag.  20% ákváðu sig 1-4 vikum fyrir kjördag, 22% ákváðu sig 1-6 dögum fyrir kjördag og 22% ákváðu sig á kjördaginn sjálfan. 


hvenær ákvörðun um kosningu prósent allir

Mynd 1. Hvenær tókst þú ákvörðun um að þú ætlaðir að kjósa flokkinn (flokkur kosinn) í alþingiskosningunum?  Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu


Marktækt hærra hlutfall þeirra sem eru 65 ára og eldri ákváðu sig meira en mánuði fyrir kjördag í samanburði við aðra aldurshópa.

hvenær ákvörðun um kosningu aldur

Mynd 2 . Hvenær tókst þú ákvörðun um að þú ætlaðir að kjósa flokkinn (flokkur kosinn) í alþingiskosningunum?  Niðurstöður eftir aldri.


Marktækt hærra hlutfall karla eða 42% ákváðu sig meira en mánuð fyrir kjördag og 29% kvenna. 
26% kvenna ákváðu sig á kjördegi og 19% karla.

hvenær ákvörðun um kosningu kyn

Mynd 3  . Hvenær tókst þú ákvörðun um að þú ætlaðir að kjósa flokkinn (flokkur kosinn) í alþingiskosningunum?  Niðurstöður eftir kyni.

Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 17. til 31. desember 2024.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 5000 (einstaklingar 18 ára og eldri).
Svarhlutfall: 50%.

Um könnunarhóp Prósents

Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.