
25% þjóðarinnar hefur sniðgengið vörur frá Bandaríkjunum
Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 13 til 26. mars 2025 spurðum við þjóðina eftirfarandi spurningar:
- Hefur þú á síðastliðnum mánuði sniðgengið vörur frá Bandaríkjunum til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnar Donalds Trump?
6% svarenda hefur sniðgengið vörur frá Bandaríkjunum til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnar Donalds Trump að öllu leyti, 17% að einhverju leyti, 32% svarar nei en er að íhuga það, 39% svara nei, alls ekki, 4% svara veit ekki og 1% vildi ekki svara.
Ef horft er á þá sem tóku afstöðu þá eru það 25% þjóðarinnar sem svara já, 34% segjast vera að íhuga það og 41% svarar nei, alls ekki.


Mynd 1. Hefur þú á síðastliðnum mánuði sniðgengið vörur frá Bandaríkjunum til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnar Donalds Trump? Niðurstöður allra og þeirra sem tóku afstöðu.
Konur eru líklegri en karlar til að íhuga það að sniðganga bandaríska vörur og karlar eru líklegri en konur til að hafa alls ekki sniðgengið vörur frá Bandaríkjunum.

Mynd 2. Hefur þú á síðastliðnum mánuði sniðgengið vörur frá Bandaríkjunum til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnar Donalds Trump? Niðurstöður eftir kyni.
55 ára og eldri eru marktækt líklegri til að hafa sniðgengið vörur frá Bandaríkjunum en 18 til 34 ára.

Mynd 3. Hefur þú á síðastliðnum mánuði sniðgengið vörur frá Bandaríkjunum til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnar Donalds Trump? Niðurstöður eftir aldri.
Þau sem eru með háskólapróf eru marktækt líklegri til að hafa sniðgengið bandarískar vörur en þau sem eru með framhaldskólapróf eða grunnskólapróf eða minni menntun.

Mynd 4. Hefur þú á síðastliðnum mánuði sniðgengið vörur frá Bandaríkjunum til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnar Donalds Trump? Niðurstöður eftir menntun.
Þau sem búa á landsbyggðinni eru marktækt líklegri til að hafa ekki sniðgengið bandaríska vörur heldur en þau sem búa í Reykjavík.

Mynd 5. Hefur þú á síðastliðnum mánuði sniðgengið vörur frá Bandaríkjunum til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnar Donalds Trump? Niðurstöður eftir búsetu.
Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 13. til 26. mars 2025.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2.200 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 50%