
Skiptar skoðanir um hvort að Sundabraut ætti að vera í formi brúar eða jarðganga
Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 21. til 30. október 2025 spurðum við tveggja spurninga um Sundabraut.
- Vegagerðin hyggst leggja Sundabraut frá Kjalarnesi, yfir Gufunes og Geldinganes, og mun hún enda á Sæbraut.
- Hversu jákvæ(ð/ður/tt) eða neikvæ(ð/ður/tt) ert þú gagnvart Sundabraut?
- Hvort finnst þér að Sundabraut eigi að vera í formi brúar eða jarðganga?
61% eru jákvæð gagnvart Sundabraut, 29% eru hvorki jákvæð né neikvæð og 10% eru neikvæð.

Mynd 1 Hversu jákvæ(ð/ður/tt) eða neikvæ(ð/ður/tt) ert þú gagnvart Sundabraut? Svör þeirra sem tóku afstöðu.
Þau sem búa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru marktækt jákvæðari fyrir Sundabraut en þau sem búa á landsbyggðinni.

Mynd 2 Hversu jákvæ(ð/ður/tt) eða neikvæ(ð/ður/tt) ert þú gagnvart Sundabraut? Svör eftir búsetu.
Mjög skiptar skoðanir eru um hvort að Sundabraut ætti að vera í formi brúar eða jarðganga. 31% vilja brú, 30% jarðgöng og 38% svara veit ekki.

Mynd 3 Hvort finnst þér að Sundabraut eigi að vera í formi brúar eða jarðganga? Myndin til vinstri sýnir svör allra og myndin til hægri svör þeirra sem tóku afstöðu.
Þau sem eru neikvæð gagnvart Sundabraut vilja frekar jarðgöng en brú.

Mynd 4 Hvort finnst þér að Sundabraut eigi að vera í formi brúar eða jarðganga? Svör eftir viðhorfi til Sundabrautar.
Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 21. til 30. október 2025
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 1.800 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 51%
Um könnunarhóp Prósents
Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.