Sjálfbærniásinn 2025 Viðurkenningarhátíð

Sjálfbærniásinn er samræmdur mælikvarði sem mælir viðhorf íslenskra neytenda til frammistöðu íslenskra fyrirtækja í sjálfbærnimálum og gerir samanburð á stöðu og þróun. Þessi mæling er svar við aukinni kröfu frá viðskiptavinum og hagaðilum á fyrirtæki að leggja áherslu á sjálfbærni.
Að verkefninu standa Prósent, Langbrók og Stjórnvísi

Viðurkenningarhátíð 28. maí 2025

Viðurkenningarhátíðin þar sem 15 fyrirtæki fá viðurkenningu fyrir góðan árangur í sjálfbærni verður haldin miðvikudaginn 28. maí klukkan 9.15 til 10.00 í Gestastofu, Elliðaárstöð.
Hægt verður að fylgjast með dagskrá í beinu streymi á visi.is og mbl.is.

Hlekkur á beint streymi:  https://youtube.com/live/GGekmqpYMts?feature=share


Dagskrá 

9.15 – 9.45 – Trausti Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents kynnir rannsóknarmódelið og veitir þeim fyrirtækjum viðurkenningu sem hæst eru á sínum markaði.
9.45 – 10.00 –  Karen Kjartansdóttir,
Langbrók stýrir pallborðsumræðum 

Sjálfbærniásinn er mikilvægt skref í átt að aukinni sjálfbærni í íslensku samfélagi og hvetur fyrirtæki til að standa sig enn betur í þessum mikilvægu málum.  Nánar um Sjálfbærniásinn

Niðurstöður

Sjálfbærniásinn inniheldur 5 spurningar ásamt aukaspurningu um áhrif sjálfbærni sem eru greindar niður á bakgrunnsbreytur. Niðurstöður eru settar fram í rafrænu mælaborði og eru mæld fyrirtæki pr markað kynnt saman. Prósent sér um sölu og kynningu á niðurstöðum.

Vinningshafar 2024
sjálfbærnisásinn 2024
Vinningshafar Sjálfbærniássins 2024..