
Fleirum líst illa en vel á tillögur Reykjavíkurborgar að breytingum á leikskólakerfi borgarinnar
Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 22. október til 4. nóvember 2025 var spurt að eftirfarandi:
Samkvæmt tillögum borgarinnar, sem voru kynntar í upphafi mánaðar, verða hvatar teknir upp til að halda dvalartíma undir 38 klukkustundum í viku, með því að hækka gjaldskrá fyrir dvöl umfram þann tíma. Þá verður innheimt sérstakt gjald fyrir virka daga á milli jóla og nýárs, í dymbilviku og í haust- og vetrarfríum grunnskóla. Gjaldskránni verður einnig tekjuskipt auk þess að taka mið af hjúskaparstöðu foreldra.
Hversu vel eða illa líst þér á tillögur Reykjavíkurborgar að breytingum á leikskólakerfi borgarinnar?
Rúmlega þriðjungur svarenda eða 35% tekur ekki afstöðu til spurningarinnar, 29% líst illa á tillögu að breytingum, 17% líst hvorki illa eða vel á tillöguna og 17% líst vel á hana.
Mynd 1. Hversu vel eða illa líst þér á tillögur Reykjavíkurborgar að breytingum á leikskólakerfi borgarinnar? Svör allra.
Af þeim sem taka afstöðu þá líst 46% illa á tillögur Reykjavíkurborgar að breytingum á leikskólakerfi borgarinnar, 27% líst hvorki illa né vel og 27% líst vel á tillögurnar.

Mynd 2. Hversu vel eða illa líst þér á tillögur Reykjavíkurborgar að breytingum á leikskólakerfi borgarinnar? Svör þeirra sem tóku afstöðu.
Ekki er marktækur munur á afstöðu milli kynja eða eftir því hvort fólk búi í Reykjavík, nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eða á landsbyggðinni.
Flestum líst illa á tillöguna sem eru á aldrinum 35-44 ára og eru það marktækt hærra en í öðrum aldurshópum nema 65 ára og eldri.

Mynd 3. Hversu vel eða illa líst þér á tillögur Reykjavíkurborgar að breytingum á leikskólakerfi borgarinnar? Svör eftir aldri.
Þau sem eru með börn 5 ára eða yngri á heimili líst verr á tillöguna en þeim sem eru ekki með nein börn á heimili.
Mynd 4 Hversu vel eða illa líst þér á tillögur Reykjavíkurborgar að breytingum á leikskólakerfi borgarinnar? Svör eftir því hvort börn séu á heimili og aldri þeirra.
Þeir einstaklingar sem eru með 800 þúsund krónur á mánuði eða hærri einstaklingstekjur líst marktækt verr á tillöguna en þau sem eru með lægri tekjur.

Mynd 5. Hversu vel eða illa líst þér á tillögur Reykjavíkurborgar að breytingum á leikskólakerfi borgarinnar? Svör eftir einstaklingstekjum.
Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 22. október til 4. nóvember 2025
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2.000 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 52%
Um könnunarhóp Prósents
Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.