92% Íslendinga ætla að kaupa jólagjafirnar í íslenskum verslunum

Prósent framkvæmdi könnun um jólagjafakaup dagana 30. október til 7. nóvember 2021.

Hvar ætla Íslendingar að kaupa jólagjafir?

Um 92% svarenda sem tóku afstöðu voru líkleg til að kaupa jólagjafir í íslenskum verslunum, um 56% í íslenskum vefverslunum, um 17% í verslunum erlendis og um 27% í erlendum vefverslunum. Konur voru líklegri en karlar til að ætla að kaupa jólagjafir í íslenskum vefverslunum og 44 ára og yngri voru líklegri til að ætla að versla í íslenskum vefverslunum en 55 ára og eldri. Auk þess voru 54 ára og yngri líklegri til að ætla að versla í erlendum vefverslunum en þau sem eldri eru..

Hvenær hefja Íslendingar jólagjafakaupin í ár?

Um 32% þátttakenda byrjuðu að kaupa jólagjafir áður en nóvember hófst. Um 37% þátttakenda gerðu ráð fyrir að hefja jólagjafakaupin í nóvember og um 29% í desember, þar af um 1% sem ætlar að versla á Þorláksmessu. Tæpt hálft prósent þátttakenda nefndu annan tíma og um 1% þátttakenda ætluðu ekki að kaupa neinar jólagjafir. Hærra hlutfall kvenna en karla voru tímalega í þessu og höfðu hafið jólagjafakaupin fyrir nóvembermánuð, eða 38% á móti 27% karla. Fleiri karlar en konur gera ráð fyrir að byrja jólagjafakaupin í desember eða 38% karla á móti 20% kvenna. Lægra hlutfall þátttakenda í aldurshópnum 18 til 24 ára höfðu byrjað jólagjafakaupin fyrir nóvembermánuð en þátttakendur í öðrum aldurshópum.

hvenaer kaupir thu jolagjafir prosent

Mynd 2. Hvenær gerir þú ráð fyrir að hefja jólagjafakaupin í ár? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.

hvenaer kaupir thu jolagjafir kleinuhringur prosent


Mynd 3. Hvenær gerir þú ráð fyrir að hefja jólagjafakaupin í ár? Hér hafa valmöguleikar verið sameinaðir. Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.

Framkvæmd rannsóknar

Framkvæmdatími: 30. október til 7. nóvember 2021.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Svarfjöldi: 965 einstaklingar.
Svarhlutfall: 48%
Gögn eru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið er tillit til kyns, aldurs og búsetu.

Nánari upplýsingar má fá með því að senda okkur tölvupóst.