Tæplega þriðjungur þjóðarinnar er ánægður með breytinguna á Bónusgrísnum.

Könnun Prósents 12.  – 19. nóvember 2021.

Hversu ánægðir eru Íslendingar eru með breytingarnar á útlitinu á Bónusgrísnum?

Þátttakendur í könnun voru spurðir Hversu ánægðir eða óánægðir þeir væru með breytingarnar á útlitinu á Bónusgrísnum? Tæpur helmingur eða 49% svarenda tóku ekki afstöðu og svöruðu hvorki né, 29% voru ánægðir með breytingarnar og 22% voru óánægðir.    Karlmenn voru ívið neikvæðari gagnvart breytingunni en konur.  Meðaltalseinkunn karla var 3,3 á meðan konur gáfu einkunnina 3,1 í einkunn.

Viðhorf til breytinga á nýju útliti Bónusgríssins eftir aldri

Um 32% þátttakenda byrjuðu að kaupa jólagjafir áður en nóvember hófst. Um 37% þátttakenda gerðu ráð Mesta óánægja með breytinguna mælist í yngsta aldurshópnum 18-24 ára en þar segjast 44% vera óánægð með breytinguna.  Óánægjan minnkar svo eftir því sem fólk eldist og til samanburðar mælist óánægjan einungis 8% á meðal 65 ára og eldri.  Mestu ánægju með breytinguna er að finna hjá fólki á aldrinum 35-54 ára eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

vidhorf til breytinga a bonusgrisnum eftir aldri prosent
Mynd 2. Hversu ánægð/ur/t eða óánægð/ur/t ertu með breytingarnar á útlitinu á Bónusgrísnum, niðurstöður eftir aldri.

Framkvæmd rannsóknar

Gögnum var safnað frá 12. til 19. nóvember 2021.

Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.

Úrtak: 2.000 (einstaklingar 18 ára og eldri)

Svarendur: 984

Svarhlutfall: 49%

Nánari upplýsingar má fá með því að senda okkur tölvupóst.