71% þjóðarinnar var ánægð með slit á ríkisstjórnarsamstarfi

Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 14. til 18. október 2024 voru Íslendingar spurðir eftirfarandi spurningar:

  • Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með þá ákvörðun að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu?
  • Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af verðbólgu í kjölfar stjórnarslitanna?


71% þjóðarinnar var ánægð með þá ákvörðun að slíta ríkisstjórnarsamstarfi, 19% svöruðu hvorki né og 10% eru óánægð.

stjórnarslit allirMynd 1 Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með þá ákvörðun að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu? Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu.


Mestu ánægjuna má finna hjá þeim sem myndu kjósa Sósíalistaflokkinn en minnstu ánægjuna má finna hjá ríkisstjórnarflokkunum, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Vinstrihreyfingin grænt framboð.

stjórnarslit flokkar 2

Mynd 2. Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með þá ákvörðun að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu? Niðurstöður eftir hvaða stjórnmálaflokk svarendur myndu kjósa. 

39% hafa mikla áhyggjur af verðbólgu í kjölfar stjórnarslita, 34% svara hvorki né og 27% hafa litlar áhyggjur.

verðbólga allir

Mynd 3 Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af verðbólgu í kjölfar stjórnarslitanna?  Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðu. 

Konur hafa marktæk meiri áhyggjur en karlar, 45% kvenna segist hafa miklar áhyggjur og 34% karla. 

verðbólga kynMynd 4 Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af verðbólgu í kjölfar stjórnarslitanna?  Niðurstöður eftir kyni.

Framkvæmd

Gögnum var safnað frá 14. til 18. október 2024
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2.100 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 52%

Um könnunarhóp Prósents

Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.