
Rúmlega helmingi landsmanna finnst sumarfrí grunnskólanema vera hæfilegt
Í könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 3. til 17. september 2025 var spurt að eftirfarandi:
- Finnst þér sumarfrí grunnskólanema of stutt eða of langt?
- Værir þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) því að sumarfrí grunnskólanema á Íslandi yrði stytt um tvær vikur?
51% finnst sumarfrí grunnskólanema vera hæfilega langt, 32% finnst það vera of langt og 16% finnst það vera of stutt.

Mynd 1. Finnst þér sumarfrí grunnskólanema of stutt eða of langt? Svör þeirra sem tóku afstöðu.
Marktækt fleiri körlum en konum finnst sumarfríið vera of stutt.

Mynd 2. Finnst þér sumarfrí grunnskólanema of stutt eða of langt? Svör eftir kyni.
Marktækt hærra hlutfall þeirra sem eru á aldrinum 25 til 44 ára finnst sumarfrí grunnskólanema vera of langt í samanburði við aðra aldurshópa.

Mynd 3. Finnst þér sumarfrí grunnskólanema of stutt eða of langt? Svör eftir aldri.
Marktækt fleirum á höfuðborgarsvæðinu finnst sumarfríið vera of langt heldur en þau sem búa á landsbyggðinni.

Mynd 4. Finnst þér sumarfrí grunnskólanema of stutt eða of langt? Svör eftir búsetu. .
50% þeirra sem eru með tvö eða fleiri börn á grunnskólaldri finnst sumarfríið vera of langt, 38% þeirra sem eru með eitt barn á grunnskólaaldri og 28% þeirra sem eru ekki með barn á grunnskólaldri.

Mynd 5. Finnst þér sumarfrí grunnskólanema of stutt eða of langt? Svör eftir fjölda barna á grunnskólaaldri.
41% eru andvíg því að sumarfrí grunnskólanema á Íslandi sé stytt um tvær vikur, 25% eru hvorki hlynnt né andvíg og 33% eru hlynnt því að sumarfrí sé stytt um tvær vikur.

Mynd 6. Værir þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) því að sumarfrí grunnskólanema á Íslandi yrði stytt um tvær vikur? Svör þeirra sem tókuafstöðu.
Flest í aldurshópnum 35-44 ára eða 44% eru hlynnt því að sumarfrí grunnskólanema á Íslandi yrði stytt um tvær vikur.

Mynd 7. Værir þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) því að sumarfrí grunnskólanema á Íslandi yrði stytt um tvær vikur? Svör eftir aldri.
Framkvæmd
Gögnum var safnað frá 3. til 17. september 2025.
Aðferð: Netkönnun meðal könnunarhóps Prósents.
Úrtak: 2.000 (einstaklingar 18 ára og eldri)
Svarhlutfall: 52%
Um könnunarhóp Prósents
Í dag eru um 15.000 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu skráð í könnunarhóp Prósents. Sendar eru
út kannanir á handahófskennt úrtak úr könnunarhópnum á netföng þátttakenda. Niðurstöður eru vigtaðar
út frá kyni, aldri og búsetu svo hægt sé að alhæfa um þær með 95% vissu.